Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 11
SKINFAXI 59 voru ekki að eins selt lög og dæmdir dómar, heldur var Alþingi einnig þjóðhátíð. ]?ar varallsherjarmót, gleði og fagnaður, karla og kvenna, er sáust, hittust, kyntust og bundust þar trygðar og vináttuböndum æfilangt. par voru samankomnir allir þeir, er best voru að sér að andlegu og líkamlegu atgei’vi, og miðluðu öðrum af ríkdómi sínum. Viturleg ráð voru ráðin og alvarleg störf unnin i umhverfi fegurðar, gleði og fagnaðar, og samfara leikjum og iþróttum allskonar. Er ekki þetta hin sannasta fyrirmynd að þjóðhátíð, sem vér getum iiugsað oss? Vér ættum að reyna að stefna í þessa átt. Vér skulum vinna að því að haldnar verði fastar skipu- lagshundnar þjóðhátíðir. Hátíðarstaðurinn er sjálfvalinn, pingvöllur, enda get- ur þjóðhátið í sannri merkingu ekki orðið haldin ann- arstaðar. Dagurinn, sem hátiðina ber að hefja, er næst- um iþví jafnsjálfsagður, fimtudagurinn í 11. viku sum- ars, samkomudagur Alþingis hins forna. pér munuð við athugun sannfærast um það, að enginn tími á árinu er jafn vel fallinn til landshátíðar, sem dagarnir frá 28. júní til 4. júlí. Hátíðarstaður og stund eru svo máttug, að þau megna að bera uppi hátíð, þótt hún af gestanna hálfu væri af vanefnum ger. En það þarf þó aldrei að koma fyrir, því að minningardagurinn sjálfur hendir á svo mikla gnægð viðfangsefna, að þeirra getur eklci ■orðið vant. Eg hefi áður gert nokkra grein fyrir þessu máli i Eimreiðinni 1923 og tel iþví ekki í þctla sinn alveg næga ástæðu til að endurtaka það i þessari grein, af þvi að ætla má að í flestum bygðarlögum muni rit þetta vera til. En þess vil eg biðja þá, sem áliuga hafa fyrir fram- gangi málsins, að kynna sér það, sem þar er vikið að. Málið hefir verið rætt i Stúdentafélagi Reykjavíkur og á fundi Ungmennasambands Kjalarnessþings veturinn 1924 og enn á fundi þess 7. apríl f. á. fyrir ungmenna- félaga utan Reykjavikur. Undirtektir hafa verið góðar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.