Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 23
SKINFAXI 71 einnig meðal allra ungra sveitunga. þ>á ætti að veita verðlaun fyrir það verkið, sem best væri gf hendi leyst. ]?etta næði þó ekki lilgangi sínum með þvi ein- ungis að safna, þurka og ættfæra plönturnar. Safnandi þyrfti einnig að semja ritgerð, er gerði grein fyrir ein- liverju þvi gagnvart hinum söfnuðu plöntum, er gæfi til kynna skilning hans á viðfangsefninu. Ætlast er til að þetta veki fróðleiksfýsn þáttakanda og annara, og vel væri, ef það gæti orðið til þess, að fróðlegir fyrir- lestrar yrðu metnir meira og betur sóttir en oft á sér stað heima. Dómnefnd þyrfti að velja. Hlutverk hennar yrði að velja viðfangsefnið og dæma úrlausnirnar. Gott væri einnig að hún gæfi leiðbeiningar um vinnuaðferðina, þó „Flóra íslands“ sé í flestu fullnægjandi þar. Dóm- nefndin þyrfti ekki að vera skipuð af ungmennafélög- um eingöngu. Best væri að í henni sæti eitllivað af bændum sveitarinnar. pví að þetta starf mundi aldrei njóta sín til hálfs án góðs vilja og áhuga frá heimilun- um yfirleitt. Verðlaunin mættu gjarnan vera fræði- bækur á þessu sviði. > Hér í Danmörku er þessi starfsemi undir umsjá jarð- rælctarráðunauta, og væri þvi ekkert óviðeigandi að okkar ráðunautar leiðbeindu við tækifæri með fyrir- lestrum, því að meðal hinna ungu skulu fræ þau falla, sem síðar eiga að hera ávöxt. Tæpast gæti verið um stórt safn að ræða. 15—20 plöntur væri liklega nóg, allra hæst 30. ]?að er því nógu verkefni al’ að taka. Hinar skriflegu spurn- ingar ættu fyrst og fremst að hafa þá þýðingu, að leiða athyglina að bókum þeim, sem gefa fræðslu í þessa átt, og því næst að nytseminni. það stendur því ekki á sama hvernig þær eru valdar. En ætið ættu þær að vera um eittlivað af þeim plöntum, er safna skal. Til dæmis, el’ safnað væri 20 l'óðurgrösum, þá gæti spurn- ingin Idjóðað: „Lýsing á þremur verðmætustu fóður-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.