Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 22
70 SKINFAXI ar band milli heimilanna og ungmennafélagsins. ]?etta sýndi sig best á barnadansleiknum, er haldinn var um vorið. Hann var fjölsóttur bæði af börnum og hús- mæSrum, er aSstoSuSu okkur við samdrykkju, er þar fór fram. — Etf til vill mun einhver segja, að þetta sé einfalt og óverulegt umtalsefni. En þá vil eg svara því, að i hinu einfaldasta á hið stærsta og margbrotnasta upptök sín, og enginn höndlar kjarnan nema gegnum skurnið. Eg vona þess vegna að flestir sjái þá þýðingu, er barnadeildir gætu haft, og ]?ar eð mér er ekki kunn- ugt um, að þær séu útbreiddar meðal ungmennafélaga á íslandi, hefi eg drepið á þetta hér. Eg vil enn fremur ben,da á annað atriði. Hugmynd- ina hefi eg héðan frá Danmörku. pað er verðlaunuð plöntusöfnun með ritgerð. Fáar munu þær menning- arþjóðir, er hafa eins litla þekkingu á jarðargróðri lands síns og við íslendingar. petta stafar að nokkru leyti af takmörkuðum bókmentum á því sviði, en þó meira, að eg hygg, af því að ahnenningur notfærir sér ekki það litla, sem hann hefir. ]?að er talað mikið um að klæða og rækta landið, en við þékkjum þó ekki hin- ar algengustu fóðurjurtir engja og túna, né lífsskilyrði þeiri’a. pví síður kunnum við að fara með tré og ruinna, er komið gæti til mála að rækta. Og enn síst viturn við nokkuð um hvað tilraunastöðvarnar okkar aðhafast. Meðan við höfum ekki rneiri áhuga fyrir þessum hlut- um, erum við ekki á réttum vegi með að rækta og klæða landið okkar. Nú vil eg láta ungmennafélögin taka þetta mál til íhugunar og reyna að leggja l'ram skerf til þess að ræktun og klæðning landsins geti hygst á alþjóðar áhuga og þekkingu i stað þess að hvíla á framtaki ein- stakra manna. það, sem eg hugsa mér að ungmenna- félögin gætu gert, er i stuttu máli þetta: Hvert ungmennafélag ætti árlega að stofna til plöntu- söfnunar, i'yrst og fremst meðal meðlima sinna, en

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.