Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 29
SKINFAXI 77 viö bæi, en skjól lítið. Skriða stendur fyrir opnu mynni porvaldsdals, og gustar þaðan elcki lilýtt á stundum. Um líkt leyti og þessi tré voru sett í jörð, voru einnig gróðursettar nokkrar reyniviðarplöntur í Fornhaga, og náðu þær allmiklum þroska. Nú eru þar að eins eftir 4 stæðileg tré. Að Skipalóni er eitt stórvaxið reynitré. ]?á eru og tvö í Laufási, og eitt er í kirkjugarðinum á Hólum i Hjaltadal. Öll eru þau afkomendur Skriðu- trjánna. En þessir niðjar þeirra hafa orðið færri en skyldi. . Á vorin, þegar eg horfi yfir um ána og sé hvernig toppurinn sunnan við Skriðu-bæinn grænkar með hverjum góðviðursdegi, þá spyr eg sjálfan mig: Hvers vegna er ekki húið að græða slíka toppa miklu viðar — já, við hvert einasta hýli, þar sem veðrátta og stað- hættir leyfa? Hér er sönnun þess, að það er vel fram- kvæmanlegt, meira að segja tiltölulega auðvelt hér norð- anlands. Hörgárdalur er engin viðbrigða veðursældar sveit. Vera má, að góðæri hafi gengið, þá er tré þessi voru í uppvexti. En eg hygg, að á öllum sæmilegum ár- um megi trjárækt takast hér vel, ef séð er fyrir trvggri vörslu, sæmilegu skjóli og góðri umönnun fyrstu árin. pað er ekki svo ýkja erfitt, ef viljinn er til, að fyrir- byggja brot af snjóþyngslum, og jafnvel toppkal, með- an trén eru fá og smá, en þá er þeim hættast. Ungmennafélögin hafa eignast þá fögru hugsjón að „klæða landið“ nýjum skógi. pctta er hátt mark og hæpið, jafnvel þó að öll þjóðin legðist á eitt; og það á hún auðvitað að gera, þótt ungmennafélögin gerisl hrautryðjcndur. En þó ekki náist hámark hugsjónanna, ætti það ekki að aftra verki. Betra er að vera hálfklædd- ur en alls nakinn. Mest er um það vert, að verkið sé hafið þegar i stað. Að næstu 100 árum liðnum eiga að sjást ofurlitlir trjálundir við öll sveitabýli, þar sem nátt- úruskilyrði leyfa. Við eigum fyrst og fremst að rót- festa skóginn heima hjá okluir, þar njótum við hans

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.