Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 12
60 SKINFAXI og málinu ósltað framgangs, en þó er enginn rekspölur enn á J>að kominn, og þess er ekki að vænta fyr en menn um land alt hafa sannfærst um gildi þess. pað er mest um vert að málið sé vel undirbúið, en það getur það aldrei orðið, nema sveitir landsins vinni fyrir því. Nú skýt eg því til yðar, góðir ungmennafélagar, að þér takið mál þetta til meðferðar í félögum yðar um land alt og felið síðan kjörnum mönnum úr yðar flokki að leita samvinnu við önnur félög um að hrinda málinu í framkvæmd. Yér megum ekki halda að oss höndum lil 1930 og kasta allri áhyggju á herðar stjórnarvöldunum, því að þótt hátíðin þá eigi að vera þjóðhátið, þá er þó til liennar stofnað af því að þá er 1000 ára a f m æ 1 i Al- þingis. En það er svo margt, sem vinna þarf áður. Vér þyrftum að halda þjóðfund, þóðhátíð, á pingvöllum til undirbúnings, Virðist árið 1927 vel til þess fallið. pað er hæfilega löngu áður en liin mikla hátið skal lialdin. Á því ári eru og af sumum talin 1000 ár liðin frá stofn- un Alþingis og ennfremur er það pólitískt merkisár, því að þá fara fram almennar kosningar til Alþingis, þess, er vér væntanlega höfum í fylkingarbrjósti 1930. Vér höfum sannarlega ærin verkefni 1927; þar á meðal að semja grundvallarlög fyrir þjóðhátíðir framvegis. Á þann hátt munum vér best heiðra minning feðra vorra og verk og halda uppi helgi þingstaðarins forna, að vér sækjum staðinn heim og sýnum lotningu vora í starfi fyrir framtíð þessa lands, að vér eigum þar þ i n g á háborginni, háborg íslands, en höfum í huga hoðorðið, „drag skó þína af fótum þér“. Ihugið, hvort ekki er vert að vinna að því, að þing- staðurinn f'orni verði aftur allsherjarþingstaður. Björn pórðarson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.