Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 15
SKINFAXI (33 Gamla bréfið. Hérna um 'kvöldið var eg að blaða í gömlu bréfa- rusli, og rakst iþá á bréf, sem Helga gamla, vinkona mín frá æskuárunum, skrifaði mér síðasta vorið, sem hún lifði. Eg man svo langt, að mér og stallsystrum mínum þótti nóg um ráðleggingar hennar og umvand- anir, og létum þær eins og vind um eyrun þjóta. En síðan eg eltist meira, hefi eg oft liugsað um, að lík- lega hefði nú verið betra að leggja hlustirnar meira við og hagnýta sér ráðin hennar, þó gömul væri. Og ef einhver skyldi vera fúsari á það en eg, ætla eg að taka mér bessaleyfi til að birta kafla úr þessu seinasta bréfi, sem eg feklc frá henni. ------pú segist hafa verið í skóla í vetur, og að þú munir lialda áfram námi næsta vetur. Já, þú átt gott að vera ung og fá að nema, og þó er dýrðiegast að eiga lifið fyrir sér, -og tækifærin til þess að starfa, og reyna að verða öðrum til hjálpar. En hugsið iþið þá nógu mikið um það unga fólkið, að fræða aðra og leiðbeina? Sýnið þið það í verkinu, að þið kunnið að meta alt, sem gert er fyrir ykkur nú á dögum? Eg er víst svo oft búin að segja þér frá æsku minni og margra annara jafnaldra minna, að það er óþarft að rifja það upp enn þá einu sinni. En verður uppskeran þá þeim mun meiri hjá ykkur? þú vilt kannske segja, að til sé sér- stakir menn, sem helga fræðslustarfinu krafta sina, og þá sé nóg. En elskan mín góða, eg eyði ekki orðum að þessum launuðu kennurum, sem meta flestir til pen- inga hverja leiðbeiningu, sem þeir veita öðrum. — þeir verða á sínum tíma, að standa reikningsskap ráðs- mensku sinnar, og veitir víst ekki af að biðja fyrir sér, heldur en mér og okkur öllum. Nei, eg átti við það, þegar þið unga fólkið fáið að fara að heiman og ment-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.