Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 4
52 SKINFAXI lieldur trú þeirra á félagsskapinn. Mér er nær að Iialda, að eftir nok'kur ár yrði félagatalan aftur orðin hærri en nú, og hugsunarhátturinn stórbættur. Að elta höfða- töluna, láta bágrækasta sauðinn ráða ferðinni, er stefna stjórnmálanna nú á dögum. J?að má mikið læra á því að líta í þann spegil. En fyrir það, sem heimtað er af félagsmönnum, eiga þeir að fá full iðgjöld. Eg ætla að gera ráð fyrir, að 1500 félagar vildi greiða þetta gjald. J?að yrði 7500 kr. á ári. J?á myndi og styrkur félagsins af ríkissjóði und- ir eins verða hækkaður upp í 5000 kr., ef félagsmenn út um alt land væri samtaka að æskja þess, ]?. e. a. s. undir eins og félagsheildin yrði lifandi og starfandi. Hvað má gera í'yrir þetta fé? 1) Gefa út tímarit, tvöfalt stærra en Skinfaxa nú, og senda öllurn félögum. J?að eitt væri fult iðgjald fyrir tillag þeirra. Iðunn, sem er talsvert minni, kostar 7 kr. á ári. Til tímarits þessa ætti að vanda sem best og velja ritfærustu menn til aðstoðar. pá myndi það vera keypt talsvert af utanfélagsmönnum og breiða svo út stefnu félagsins og draga að nýja félaga. 2) Launa einum eða fleiri mönnum starf sitt í þjón- ustu félaganna, ferðalög o. s. frv. — Auk þess ætti fé- lögin að sumrinu að bjóða mönnum, er flutt gæti fræð- andi og mentandi fyrirlestra, í yfirreiðir um meiri eða minni hluta landsins, og selflytja þá milli félaganna, likt og gert var með hina norsku gesti hér sunnanlands i fyrra sumar. Ætti þessir menn elcki að fá annað end- urgjald en hressandi ferðalag og góðan fagnað. Með þessu væri komið á kynningu, sem mikið gott mætti af leiða, bæði milli gesta og félagsmanna, og milli ná- grannafélaga. J?essir gestir myndi flytja nýja fræðslu í sveitirnar, fræðast sjálfir um margt og flytja fréttir og kveðjur frá einu félagi til annars. 3) pá ætti félögin að efna til fundarhalda í héröð- um og einstöku sinnum til allsherjarfunda á J?ingvöll-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.