Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 6
38
SKINFAXI
1925, var minst á þetta mál, þátttöku liéraðsins i há-
tíðahaldinu 1930. Hugmynd sá, er þar kom fram, var
að sýslufélagið legði til eitt stórt tjald til afnota sýslu-
búum, til borðhalds o. s. frv. Hrepparnir sex hefðu svo
hver sitt tjald, til að sofa í o. fl. Öll stæðu tjöldin sam-
an og væru auðkcnd, svo að allir mættu sjá, að þar væru
Vestur-Isfirðingar. Væri vel að merki væri á stöng yfir
hverju tjaldi og stæði t. d. „Súgfirðingatjald" o. s. frv.
ofið i islenska liti, af einhverjum heimasætum hverrar
sveitar. — J?að hefir að vísu heyrst, að pingvallanefnd-
in hafi aðhylst þessar uppástungur og gert þær að
sínum. —
pótt hér hafi nú verið minst sérstaklega á þátttöku
V.-Isfirðinga, þá má segja svipað um öll héruð landsi-
ins.* — Öll eiga þau margra merkismanna að minnast,
og ber því öllum að gera skyklu sína 1930. Treysti eg
því, að U. M. F. í. taki að sér að styðja mál þetta, tel
þvi þá og vel borgið, enda samboðið „vormönnum ís-
lands“.
Eitt skáldið okkar hefir ort ágætis kvæði, sem heitir
„Augnablikið“. par segir svo:
Eitt einasta syndar augnahlik,
sá agnarpunkturinn smár,
oft lengist í æfilangt eymdarstrik,
sem iðrun oss vekur og tár.
pessa vísii kunna margir og viðurkenna sannleik þann,
er hún flytur. — En i sama kvæðinu er líka þessi visa:
Eitt augnablik helgað af himinsins náð,
oss liefja til farsældar má,
svo gjörvöll vor framtíð er geislum stráð,
og gæfan ei víkur oss frá.
’ Erindi þetta er upphafl. flutt í V.-Ísafj.sýslu og því tal-
að sérstaklega til þess héraðs.