Skinfaxi - 01.04.1927, Qupperneq 7
SKINFAXI
39
— Og eg liefi þá trú, að' á pingvöllum 1930 lifi þjóðin
„eitt augnablik, helgað af himinsins náð,“ a u g n a-
b 1 i k, er megni að hefja oss til farsældar, og strá geisl-
um á gervalla framtíð vora.
Skundum því á pingvöll 1930 og treystum vor heit!
Fram, fram, „aldrei að víkja“,
fram, fram, bæði menn og fljóð.
Tengjumst trygðaböndum,
tökum saman höndum,
stríðum, vinnum vorri þjóð.
Friðrik Hjartar.
Heimaiðja.
(Framli.).
II-
f>ví er sem betur fer svo háttað, að heimaiðjan hér
ú landi hefir nú eflst aftur og tekið miklum umbótum
nú á síðustu árum, og ber þess jafnframt að geta, að
margl af mætu fólki hefir unnið að viðreisn og eflingu
þessa málefnis, bæði af vilja og mætti með ritum, töl-
um og góðum fyrirdæmum i þessum greinum.Máí þessu
efni ekki gleyma starfsemi „Heimilisiðnaðarfélags Ist-
lands“ og „Heimilisiðnaðarfélags Norðurlands“, bæði
félaganna í lieild og ýmsra scrstakra manna og
kvenna — og svo ýmsra mætra manna þar fyrir utan.
Á sama hátt hafa ærið mörg ungmennafélög lagt sinn
skerf til þessarar þjóðarstarfsemi nú á síðustu árum
og áorkað allmiklu eftir því sem ástæður eru til. En
þótt heimaiðjan sé þannig að fá aftur allmiklu meiri
byr í seglin og aukast fylgi, þá er þó starfsemin sjálf
niiklu minni en skyldi. J>ótt fólk alment skilji nú frem-