Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1927, Qupperneq 13

Skinfaxi - 01.04.1927, Qupperneq 13
SKINFAXI 45 um og öllu, sem uut er að ná til. Hlutverk líðándi stund- ar og framtiðarhlutverkið er hvorttveggja í dýpstum skilningi hlutverk guðs sjálfs á jörðinni. Æfistarf hvers um sig á að vera einn liður i því, sem guð vill fram- kvæma. pegar Eiðasambandið var stofnað, þá vakti það fyrir oklvur, að það fengi okkur sameiginlegt hlutverk að vinna og væri gildi þess einkum fólgið i því. pað væri besta gjöfin, sem það gæti veitt, og svalaði þá djúpri þrá okkar, en án þess risi að eins vindi vakin alda, sem verður til og deyr um leið. Eg veit, livers virði mér hefði verið það á unglingsárunum að fá að vera með í slíkum fclagsskap, og enn er mér það vissulega mikils virði. Er það ekki einnig svo um ykkur? Guð ætlar okk- ur starf að vinna saman, við eigum að framkvæma það, sem hann vill, og reynsla okkar innra og ytra kenna okkur að þekkja vilja hans. — Hvað liefir þá reynslan kent okkur? Sjáum við ekki skýrar nú en í uppliafi, hvaða stefnu félag okkar á að taka? Eg hugsa það. Hjá ykkur hefir sést vottur um djúpan skilning og einlæg- an áhuga. Og þó eg liafi nú orð fyrir, þá er það ekki af því, að eg telji mig færastan til þess. það eru þeir, sem 'bestir eru og hjartahreinastir. Engu að siður vona eg, að það, sem eg segi, megi vera i anda þeirra og tal- að að einhverju leyti i þeirra nafni. 1. Kristindómurinn þarf að hafa mikil áhrif á líf okkar sjálfra! pað er grundyallarskilyrði. Án þess megnum við ekkert. pví að hvernig ættum við að geta unnið það starf fyrir kristnina, sem guð ætlar okkur, nema hann só sjálfur í verki með? En kristindómurinn er lífsskoðun Krists, sem nær að móta lunderni og æfi- starl’, eða svo að við skiljum það betur, kristindómur- inn er það, að veita guði og föður Jesú Ivrists viðtöku meir og meir í lif sitt og láta anda hans vekja hjá sér það, sem best sé, eins og sól hans að vori lífgar allan gróður og nærir. Öll eigum við til þrá eftir guði, þó að

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.