Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1927, Qupperneq 15

Skinfaxi - 01.04.1927, Qupperneq 15
SKINFAXI 47 lífinu: Eg sleppi þér ekki nema þú blessir mig. Eg vil þig, en ekki myrkur og auðn, sem alt verður án þín fyr eða síðar. Og þó við getum ekki beðið, engin hugs- un stigi upp til himna, heldur hnigi allar aftur niður í duftið, þá einsetjum okkur það, að starf okkar og fram- koma skuli á sinn hátt vera bæn, þar skuli birtast þrá okkar eftir guði og lofgjörð og þökk til hans. pannig horfir hugur og hjarta við guði. Yið það mun smám saman taka að birta meir og meir, eilífðarmorgunn fær- ast yfir. Stundum fjölgar, er við finnum nálægð guðs, og við vitum, að það eru ekki að eins hugsanir sjálfra okkar, sem leika um okkur, heldur er það hann sjálf- ur, er vitjar okkar svo, og við lærum að biðja í anda og sannleika. Við eignumst nýja reynslu, undursamlega og háleita. Við erum ekki eitt augnablik án guðs. Öll djúp sálar olckar cru á valdi hans, þótt yfirborð'ð gárist af mörgu öðru. Alt bendir okkur til hans, sólskin og regn, bliða og stormur, liiminn og haf, dagur, nótt. Guð verður æðsta gieði okkar og líf, og löngun vaknar til þess, sem Jesú gerði, er hann fór einn upp á fjöllin til þess að tala við hann í bæn. Mun þá eklci fagnaðarerind- ið verða okkur Ijósara og Ijósara? Munum við ekki lifa það meir og meir, sem er sannleikskjarni þess, að guð er faðir okkar og við börnin hans? Mun ekki kenning Jesú og dæmi standa okkur skýrar og skýrar fyrir hug- skotssjónum og við sjá hann í anda líða og deyja, til þess að sannfæra okkur um synd og villu sjálfra okk- ar, en kærleika guðs, og svo sigur hans, er hann ris upp frá dauðum? Verður hann okkur þá ekki leiðtogi í lífinu, frelsari í neyðinni, hreysti og styrkur i veik- leikanum, athvarf i dauðanum og einkavon í eilífðinni, liann guðssonurinn? ]?ví að eins og trú á Krist leiðir til guðs, þannig leiðir trú á guð til Krists. Og nú hefi eg sagt ykkur það, hvernig mér virðist frá mínu sjónar- miði áhrif kristindómsins munu geta vaxið í lífi sjálfra okkar.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.