Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1927, Síða 22

Skinfaxi - 01.04.1927, Síða 22
54 SKINFAXI Týjumst sigurserkjum — sólris tindinn faldar —. Fjölgum morgunn-merkjum meiri sólskinsaldar. Léttum banabyrði bróður framlagsgjörnum. Leggjum liknaryrði lífsins skuggabörnum. — Fækkum kynnum kífsins. Kveðum niður drauga. — Auðgum lofgjörð lífsins ljósi í hverju auga. Vörumst fáleiksfjandann! Forðumst stundarlostann! Eflum bróðurandann! Aukum sannleiksþorstann! Himingeislum lilýist hugans köldu straumar! Sól og vori vígist vonir, þrár og draumar! Allar ungar hendur upp og fram til starfa! Erjum ljóssins lendur! Lifa er best til þarfa! Vefjist gróðurgrundum grámöl eyðisviða! Breiðist blómgum lundum blásinn háls og skriða! J?á mun þjóðlífsgróður þroskameiri glæðast. pá munu mætri móður mærri synir fæðast.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.