Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1927, Page 24

Skinfaxi - 01.04.1927, Page 24
56 SKINFAXI skólastefnan hefir að geyma ýms verðmæti og sann- indi á sviði alþýðumentamálanna, sem vér íslendingar eigi síður en frændþjóðir vorar, höfurn gott af að at- huga. í náinni framtið verður það eitt af ábyrgðarmestu störfum þings og stjórnar að skipa menta- og uppeldis- málum þjóðarinnar í fastara og ákveðnara form; við ríkjandi skipulag er ekki liægt að una til lengdar. — Og þá verður spurningin: Eiga skólarnir fyi-ir lífið, lýð- skólarnir, ekki rétt á að skipa þar veglegan sess? — Eg sé ekki betur, en að sú kraí'a sé réltmæt, jafnvel sjálfsögð eins og við horfir í þjóðlífi voru nú. Hafi nokkurntíma verið þörf á vakningu í þjóðernis- legu og trúarlegu tilliti meðal þjóðarinnar, þá er það einmitt nú á þessum byltingasömu tímum, og því meiri ástæða, sem þessir tímar eru vaxtartímar hjá þjóð vorri. pað er nú sist að undra, þó raddir heyrist um þjóð- rækni og ættjarðarást, livorttveggja er nú í afturför, leynist víða að eins, sem fölskvi á köldum arni. Mikið af æskulýð sveitanna liefir ldeypt heimdrag- anum til kaupstaða og bæja. En þar hefir andrúmsloft erlendrar tildurmenningar náð að kæfa frjóanga þjóð- rækni og sannrar ættjarðarástar. Islensk menning verð- ur þar að liita lágt, meðan heimsmenningin ræður og ríkir. — }?að dylst engum, að þjóðin stendur á alvarleg- um tímamótum. Barátta hinnar þjóðlegu verðandi menningar, sem nú er þegar hafin gegn taumlausum yfirgangi erlendrar ómenningar, hlýtur að leiða til eins af tvennu: sigurs og sældar fyrir þessa þjóð eða ósigurs og alvarlegra erfiðleika andlega og efnalega. Á atvinnulífi þjóðarinnar hvílir menning hennar beint og óbeint; eðli atvinnuveganna hlýtur ætíð að ráða nokkru um þær stefnur og þá strauma, sem mest gætir á ýmsum tímum og ýmsum stöðum; þetta eru áþreifanlegar staðreyndir. Til skamms tima hefir íslenska þjóðin verið land-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.