Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1927, Page 25

Skinfaxi - 01.04.1927, Page 25
SKINFAXI 57 búnaðarþjóð, og menning liennar bændamenning. Úr jarðvegi þeirrar menningar bafa sprottið þeir kvistir, sem borið hafa þjóðinni ávexti öldum saman. I skjóli þessarar menningar hafa þróast þær bókmentir, sem i órofnu samhengi allar götur frá upphafi ritaldar fram á vora daga, hafa fullnægt bókhneigð og mentalöngun þjóðarinnar og veitt henni svaladrykk við Mímisbrunn norrænnar tungu. pessa minningu ber okkur að vernda, því að ef við hnckkjum henni, slitna margar þær taugar, sem tengja þjóðina fastast við fortíðina, en þá um leið er bókment- um vorum og tungu hætta búin. petta dylst engum, sem ekki lítur á bæjalifið og veiði- menninguna i gegnum lituð gleraugu skammsýni og um. burðarlyndis. pað dugar ekki að láta í Ijósi ættjarðarást og þjóð- ernistrygð við hátíðleg tækifæri, eins og t. d. 1. desem- ber og 17. júní, en elta þó erlenda tísku og venjur, sletla dönsku og ensku í mæltu máli og riti, vitandi það, að alt þetta er rangt og ósamboðið þeim, sem vill heita góður íslendingur. — pjóðin okkar er smá og fátæk að veraldlegum auð, þvi meiri ástæða er fyrir okkur að standa fast saman um það að vernda þau verðmæti, sem liafa verið, eru og munu verða lífsuppspretta hennar, en það eru bókmentir vorar, tunga og fornmenning. Að þessu vilja lýðskólarnir meðal annars vinna, bein- línis og óbeinlínisi; í skjóli þeirra munu vel þróast hvers- konar dáðir og þjóðlegar listir. Eg ætla hér í stuttu máli að draga upp mynd af ein- um slikum lýðskóla. — Hann stendur á góðum stað í miðju hcraði, þaðan er vítt að sjá og reisulegt heim að líta, glæsilegar byggingar, íslenskar i sniðum og sóma sér vel með f jallsýn að baki. Innan kaldra steinveggja þessara bygginga er þó hlýtt og bjart; hitinn er úr iðrum jarðarinnar, frá lauga- eða hveravatni.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.