Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1927, Page 31

Skinfaxi - 01.04.1927, Page 31
SIÍINFAXI 63 Hví skyldum vér þá ekki gefa því gaum, sem glitraði fegurst og skæi'st. Hver einasti gimsteinn vors gullfagra máls er greiptur í feðranna dygð, — í djúphygni Egils — í andagift Njáls — í Illuga drengskap og trygð. Vér megum ei glata þeim gullaldar auð sem gæfan oss rétti í arf, þá verðum vcr afllaus og andlega snauð, þá er úti’ um vort framtíðarstarf. Vér slculum því feta í feðranna spor, en fara þó lengra en þeir, og berjast sem Eggert, er ýtti frá Skor, en ekki með blóðugum geir. Og vcr skulum gera í liljóði slílc heit, sem Hallsteinn og Ingólfur fyr, og heimsæki’ oss vinur í liðveislu leit, þá látum ei knýja á dyr. Já, vcr skulum bylla þá Gunnar og Gest og goðann, er Skarphéðinn vó —. því framkoma þeirra er fyrirmynd best, með frjálslyndi, mannúð og ró —, — en hata þá félaga, Hrapp og ’ann Mörð, sem hlaupa með lýgi og prett. J?eir ættu’ ekki framar á íslenskri jörð að eiga sér tilverurétt. Eg vona að æska þín, íslenska þjóð, þér unni og styrki þinn hag, og gefi þir perlur í sögunnar sjóð með samhuga fóstbræðralag.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.