Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1927, Page 32

Skinfaxi - 01.04.1927, Page 32
64 SKINFAXI J>ví framtíðin verður sem æska þín er. pó ekki 'sé brautin þín greið, ef viljug og samhent að verki hún fer, þá veltir hún steinum úr leið. Á. Dalmannsson. U. M. F. Biskupstungna. Ungmennafélag Biskupstungna er með elstu og bestu ungmennafélögum landsins, enda hafa margir af bestu mönnum sveitarinnar unnið bæði vel og lengi fyrir fé- lagið, svo sem porsteinn á Drumboddsstöðum, por- steinn í Vatnsleysu, frú Sigurlaug á Torfastöðum og ýmsir fleiri. Lengi hefir það verið félaginu mikið mein, að það befir haft ónóg húsrúm, en nú hefir verið bætt úr þvi; síðastliðið sumar reisti félagið mjög myndarlegt samkomuhús. Húsið er 18x12 ál. og auk þess stór skúr við annan enda hússins. Grunnur hússins er steinsteyptur, en að öðru leyti er það reist af timbri og járnvarið alt. 1 öðr- um enda hússins er le'ksvið og tvö herbergi, annað ætlað fyrir bókasafn félagsins. — Húsið er að öllu hið vandaðasta. Erfitt er að draga að sér byggingarefni í efri hluta Biskupstungna, en ungmennafélagar reyndust ötulir og fórnfúsir við að reisa hús sitt. porsteinn á Drumbodds- stöðum reyndist ágætur foringi við þetta verk, eins og oft áður. Sambandsþing U. M. F. í. verður haldið :í Reykjavík 15. og 16. júní n. k. FÉLAQSPRENTSMIÐJAN

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.