Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1930, Page 5

Skinfaxi - 01.01.1930, Page 5
SKINFAXI 5 Héðan og handan. Dr. Helgi Péturss. Það er alkunna, að fjölmargir afburðaandar og vel- gerðamenn mannkyns vors liafa i])á fyrst náð viður- kenningu og lilotið virðingu, er „torfa kyssti nái“ þeirra og um seinan var, að þakka ágæt verk og lilynna að afbragðsmönnunum, svo að þeir fengju notið sín. Reynist þá gagnslítið þrautaúrræðið: að gráta þá, sem drepnir voru úr hor. Nú eigum vér Islendingar á meðal vor mann þann, er glöggir mcnn telja sjaldgæfan afhurðaanda, en það er dr. Helgi Péturss. Eigum vér nú um sinn kost þess, að veita honum sæmileg lifskjör og aðstöðu til iðkun- ar vísinda sinna. Ef kenningar lians og rannsóknir reynast framtíðinni jafn merkilegar og liann og fleiri halda fram, |þá er sæmd vor mikil af, að gera til lians vel, svo sem efni vor standa til. En þó verður skömm- in meiri á hinn bóginn, ef vér hunzum liann, svo sem gert hefir verið of viða. En þólt svo ólíklega fari, að framtíðin meli lieimspekileg vísindi dr. Helga lítils, þá er engu spillt með því, að gera vel til hans, nema nokkrum vesælum krónum. Þær fást aftur, en Helgi eigi. Enda á dr. Helgi allt gott skilið, þótt eigi væri fyrir annað en dýrlega meðferð þjóðtungu vorrar. Dr. Iielgi sækir nú til Alþingis um styrk, ríflegri en hann hefir áður fengið, til þess að geta notið bjarg- vænlegrar aðstöðu að vísindastörfum sínum. INfætti hátið sú, er í hönd fer, vel verða til þeirra heilla, að beiðni hans verði sinnt. Þykir rétt að geta þess hér, að fjölmennur fundur aðkominna ungmennafélaga í Reykjavik hefir skorað á Alþingi, að verða við styrlc- beiðni dr. Helga. Mættu slíkar raddir berast víðar að frá „vormönnum íslands“.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.