Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 2
130 SKINFAXI athygli, ekki sökuni þess, að við kennum það eigi, lieldur hins, hve alvanalegt það er og hversdagslegt. Og fyrir því vinnur það sér enga festu í liug né máli. Er það til dæmis ekki dálítið undarlegt, að við skul- um naumast eiga i daglegu máli orð eða lieiti þess, að vera gæddur liæfileika heyrnarinnar, þar sem allir kannast aftur á móti við orð yfir andstæðuna: lieyrn- arlaus. Að vera gæddur heyrn, gefur lítið tilefni at- liygli né umtals, vegna þess, hve algengt það er. Yið höfum orð eins og mállaus, móðiirlaus, munaðarlaus, að stama o. s. frv. Tilsvarandi orð með gagnstæðri merkingu vantar að mestu, einmitt fyrir það, hve þýðing þeirra, — ef einhver væru — er altið og sjálf- sögð talin. Hér gæti, meðal annars, verður um að ræða frem- ur augljóst merki þess, hve smátt eru metnir ýmsir góðir hlutir og gagnlegir fyrir viðgang okkar og vöxt, meðan við eigum að þeim að húa. Þá fyrst, er þeir eru tapaðir, finnst gildi þeirra alll og það um leið, að í fáu var meiri missa. Eitl megin einkenni manna er tungan. Hún er framar flestu öðru aðalsmark okkar í ríki alls lífs á þessari jörð. Og eins og málg'áfan er auðkenni mann- kynsins, eru og iiiuar ýmsu tungur sérkenni sundur- leitra þjóða. Tungan er hinum einstaka sem mark, er sýnir uppruna hans, ætt og heimkynni. Þvi meir er liún blandast öðrum málum, því ógleggri verða sérkenni þeirrar þjóðar, sem við hana hýr. Því einstæðara mál, sem íbúar lands tala, því vissari eiga þeir sín þjóðareinkenni og því síður týnast þeir og Jiverfa í iðu mannhafsins. Vitanlega eru uppi raddir um það -— og þær all- háværar — að þjóðunum standi öll sundurgreining málanna mjög fyrir þrifum í kynningu og viðskift- um, og að þá væri bezt farið er slík greining væri sem smæst.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.