Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 18
146 SKINFAXI vinnukrafti þeirra. Einum manni var falið að lieim- sækja alla búendur sveitarinnar og fá þá til að lofa því skriflega, að leggja fram hina ákveðnu dags- verkatölu endurgj aldslaust. — Það skal tekið fram, að dagsverkin urðu nokkuð fleiri, er til framkvæmda kom, en hér segir. Fyrirsjáanlegt þótti það, að ef lireppsbúar legðu þessa dagsverkatölu fram, myndu fást styrkir ann- arsstaðar að, svo að verkið kæmist í framkvæmd. Yoru bændur síðan „húsvitjaðir“ og tóku þeir þessu máli yfirleitt mjög sómasamlega. Á næsta vori var byrjað á verkinu og því haldið áfram, þar til þeim hluta sveitarinnar, er hér ræðir um, var borgið. Má nú sumstaðar sjá grænar grundir, þar sem áður var svartur aur og farvegir eftir Fljót- ið, og nú eru vegir sveitarinnar á þessum slóðum aldrei ófærir af völdum þess. Á sveitin og allir er um hana ferðast, vetur og sumar, nokkuð að þakka U.M.F. Drífanda, en þó fyrst og fremst formælanda þessa merkismáls: bóndanum Vigfúsi Bergsteinssyni frá Brúnum. Annað vatnsfall Holtsá, fór á sama hátt að við Holtshverfið, og hinar hlómlegu engjar þess, sem Markarfljót við nefndan hluta sveitarinnar, og ár- lega var dögum saman staðið i að veita henni frá, en jafnan án fulls árangurs. Þegar sýnt varð, að Markarfljótsgarðurinn kom að notum, var einnig farið að hlaða fyrir Holtsá á sama liátt. Hafa bæði verkin komið að fullum notum, með fremur litlum endurbótum til þessa tíma. Búast má við því, að æfiágrip Vigfúsar á Brúnum verði ritað af einum eða fleirum, svo margs góðs er að minnast um hann; en einnig má húasl við því, að þar verði gengið fram hjá framanrituðu atriði, en eg tel það þess vert, að þvi verði forðað frá

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.