Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 21
SKINFAXl 149 en ekki upphafsvers eitt. Hver félagsmaður ætti a'ð eiga „Hörpu“ eða „Islenzka söngbók“ og hafa jafnan með sér á fund, nema félagið eigi nokkur eintök af söngbók. Þarf þá skortur ijóðakunnáttu eigi að liamla söng. Æskilegt væri, að U. M. F. iiefðu söngkennslu og æfingar fyrir íelagsmenn. U. M. F. ættu að stuðla að því, að söngvnir ungling- ar temji sér að leika á fiðlu eða gítar. Hljóðfæri þessi eru svo létt í vöfum, að jafnan má flytja þau með sér á fiindi. Gæti mörg og góð skemmtun sprottið aí' því. Skemmta má með einsöng, þar sem góðir raddmenn eru í félögum. Getur hann verið bezta skemmtiefni og nýtasta, þótt eigi sé sungið af aðkeyptum lærdómi, né eftir ölhun listarkenjum. Þá er rímnakveðskapur góð skemmtun og þjóðleg. Mikið gaman má af því leiða, að kveðasl á á fund- um. Er þá fundarmönnum skift í tvo hópa og foringi fyrir hvorum. Má ákveða að hætta, þegar komin er tiltekin vísnatala hvorum megin (t. d. 50 eða 100), eða annað liðið kveðið í kútinn. Gera má hvort sem vill, að kveða vísurnar við raust eða mæla þær fram. Vitanlega er liið fyrra skemmtilegra. Sjálfsagt er, að taka eigi gildar aðrar vísur en sæmilegar að efni og rétl ortar, með rimnaháttum. Ein helzta skemmtun forn-íslendinga var að segja og hlýða á sögUr. Voru þær livervetna sagðar, þar sem menn voru saman komnir friðsamlegra erinda. Mvnd- uðust þannig og varðveittust íslendingasögur, hinn dýrmætasti arfur vor frá liðnum kynslóðum. Allar kynslóðir íslenzkar, fram að þessu, eru aldar upp við rökkursögur. Frásagnarlist er runnin Islendingum í jnerg og bein. Og naumast skortir gott liljóð og þakk- láta áheyrendur, cr saga er vel sögð. Ætli sú skemmt- un mjög að tíðkast meðal U. M. F. Fált er það af skemmtitæi, sem jafnliægt er að grípa tii á fundum og upplestur. Má það hvorki freista manna

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.