Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 13
SKINFAXI 141 einkennum hennar, siðum og menningu. Hann reynir að skilja skapgerð þjóðarinnar og er nndurfljótur að sjá hverjir eru sterkustu þættirnir í fari liennar. Hver eru lielzlu þjóðareinkenni Svía? Því er vand- svarað fyrir þann, sem er þar gestur um stundar- sakir. En hijis gengur hann ekki dulinn til lengdar, að þeir eiga í fari sinu marga ágæta kosti fram yfir okkur íslendinga, er gefa þeim aðalssvi]). Fáar þjóð- ir bera jafn fölskvalausa ást til heimkynna sinna og átthaga, eins og þeir. Aðdáun og lotning fyrir tign og fegurð landsins er runnin þeim í merg og bein. Þetta gefur þjóðinni fögur einkenni. Beztu menn hennar eru flestir vaxnir upp í skauti fagurrar náttúru. Æsku- heimili þeirra hafa verið í dölunum, skógunum, við vötnin. Þeir liöfðu fyrir augum daglega iðgræna velli rnilli liárra fjalla, er spegla sig i djúpum vötnum eða lygnum hyljum freyðandi clfa. Við sjónum þeirra blasti endalaus skógur, lilæjandi vötn og foss i djúpu gili. Inni i myrkviðinum I)rostu dreymandi „linnæur" og „anemónur". Þetta skapaði hugmyndaauð, glæsilegar sýnir og sorgarleika, fögnuð og frelsi. Það er heilhrigt líf, sem gefur afl og festu, þegar vötnin eru frosin og mán- inn lýsir yfir hvítar byggðir og græna skóga, en elf- an niðar undir klakanum. Þá kveður náttúran nor- ræna drápu, þar sem veturinn situr að völdum, með sveig í hári og leggur yfir bylgjurnar skjöld úr de- möntum. Þegar vorið kemur, er margt að sjá. Fljótin og árn- ar dansa syngjandi út i hafið. Fjallið lvftir íshjálm- inum af höfði sér. Þá vaknar útþrá og vikingslund. Svíþjóð, með öllu því stórfengilega, sem í skauti hennar býr, liefir meira en flest annað skapað sænska lyndiseinkunn, eins og hún hirtist fegurst hjá skáld- um og visindamönnum Svía. Nöfnin: Linné, Tegnér, Rydberg, Heidenstam eru nægileg sönnun þess.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.