Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 17
SKINFAXI 145 Vigfús var félagi i U.M.F. Dr. allan starfstíma þess, og álti drjúgan þátt í félagsskapnum. Hann studdi bindindisstarfsemina og hvatti til þess, að félagið gengi í samband við U. M. F. 1., og forustu merk- asta málsins, sem félagið Jiar fram til sigurs, liafði liann. Þetta mál var um fyrirhleðslu Markarfljóts hjá Seljalandsmúla. Markarfljót hafði lierjað mikinn hluta Vestur-Eyja- fjallasveitar um áratugi og jafnvel aldir. Jafnlengi höfðu 1‘orystumenn sveitarinnar haft þetta vandræða- mál til meðferðar, án þess að sjá líkur fyrir heppi- legri úrlausn þess. Oft voru allir búendur sveitar- innar kallaðir saman, til þess að veita Fljótinu frá býlum og bjargræði, en þó tækist að „tep])a í“, í bili, var það aðeins stundarfriður, um sumartimann. Á vetrum var sjaldan mögulegt að stennna stigu þessa vágests. Allt láglendi frá Seljalandsmúla austur undir Holtshverfi, lagðist undir vatn og ís. Bar við að ófært varð i fénaðarliús á sumum bæjum og vatn fór inn í nokkur þeirra. Vegir um þennan hluta sveitarinu- ar urðu oft al-ófærir. Á fundi félagsins, 31. október 1909, kom Markar- fljótsfyrirbleðslan fyrst til umræðu. Hélt Vigfús á Brúnum langa og afar vel bugsaða inngangsræðu að því máli og lagði eindregið til, að félagið beitti sér fyrir framgangi þess. Urðu langar umræður, bæði með og móti, þvi ekki þótti álillegl fyrir litinn hóp æskumanna að sjá færar leiðir, þar sem margar eldri kynslóðir höfðu orðið að bverfa frá. En þannig end- aði þessi fundur, — eftir meira en dægurlangar um- ræður, — að allur undirbúningur málsins var ákveð- inn og sldpulagður, sérstaklega samkvæmt tillögum Vigfúsar. Lofaði ungmennafélagið að leggja 100 dags- vcrk til fyrirhleðslunnar, án endurgjalds. Kosiu var þriggja manna nefnd til þess að jafna fyrirfram 600 dagsverkum á öll heimili sveitarinnar, aðallega eftir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.