Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 19
SKINFAXI 147 gleymsku og hið því Skinfaxa hér með um rúm fyr- ir þessar línur. Mið-Skála, 18. janúar 1931. Árni lngvarsson. Skemmtanir í U. M. F. „Þetta er ungt og leikur sér“. Æskumenn, sem af- neita vilja leik og gamni, ættu fremur að nefnast gam- almenni. Heilbrigðri æsku fylgir gleðiþrá og skemmti- ])örf, og er ekki nema gott um það að segja. Skelli- hlátur getur lengt æfi manna. Glaðir menn eru hraust- ari og fúllyndir, og auk þess hugkvæmari og starfhæf- ari. Fjör og gleði á að rikja þar, sem æska er að verki. Eitt hlutverk U. M. F. er það, að sjá ungu fólki fyr- ir fullnægingu skemmliþrár sinnar. Félögin eiga að vera skemmtifélög, jafnframt því sem þau eru hug- sjónafélög og framtaksfélög á verklega vísu. Auðvit- að verður skemmtununum að vera svo i lióf stillt, að vegna þeirra sé engin skyldustörf niður felld. Þær eiga að koma að samskonar notum og krvddið í matnum. Enginn lifir á einu saman kryddi. U. M. F., sem lifir vegna skemmtana einna saman, á sér naumast tilveru- rétt. Félag, sem lætur sig skemmtanir engu skifta, kemur varla að meira en liálfum notum. U. M. F. eiga a'ð vera vandlát í vali skennntiefna — nota þau ein, er þroski fylgir og vöxtur, andlegur eða líkamlegur. Þau eiga að kenna æskufólki að skemmta sér á liolla vísu og mannbætandi; draga hugi æskumanna að slíkum gleðiefnum, frá óhollu gamni, innantómu, grófu eða spillandi. Eiga U. M. F. hér mik- ið verk að vinna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.