Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 22
150 SKINFAXI til að nota liann of mikið, né að vanda til lians miður en skyldi. Gott er að þeir, sem óvanir eru að koma fram á fundum, byrji á því að lesa ujjp. Upplesari á að vera vel undir starf sitt búinn. Þarf hann að æfa sig rækilega, svo að raddbreytihgar og látbragð verði samkvæmt efni hins lesna. Og hezt er að hann kunni það, sem hann fer með, a. m. k. bund- ið mál. Eigi er vert að velja langt efni til upplestrar. — Samlestur er skemmtilegur og tilbreyting frá venju- legum upplestri, ef lesefnið er samtal tveggja eða fleiri persóna. Æfa skulu þá lesendur raddbrigði og fram- komu, eins og i sjónleik væri. Gott væri hverju U. M. F. að eiga skuggamyndavél, til þess að geta sýnt myndir til fróðleilcs og gamans á fundum og skemmtunum, og til skýringar með fyrir- lestrum og ferðasögum. Þar sem rafljós eru á funda- stöðum, eru heppilegastar vélar, er sýnt geta bæði prentaðar myndir og myndir á glerplötum. Með þvi móti er hægra að afla fjölbreyttra mynda. Þar sem rafljósa er ekki kostur, verður að nota vélar fyrir gler- plötur, en i þær má nota „carbid“-ljós. Skuggamynda- plötur eru auðvilað nokkuð dýrar. En ef algengt væri, að U. M. F. ættu skuggamyndavélar, gætn þau haft samband með sér um plötukaup og skifzt á um að nota þær. Sumstaðar gætu félög átt myndasýnitæki með skólum. Kvikmyndir taka skuggamyndum fram i mörgu, en kvikmyndavélar eru dýrar ,bæði að stofn- kostnaði og rekstri. Mun því óþarft að gera því skóna, að U. M. F. eignist þær. Ef félög ráðast í kaup myndsýnivéla, ættu þau að ráðgast við fróða menn um val þeirra, áður en kaup eru fest. (Ritstjóri Skinfaxa lætur t. d. fúslega í té ráð um það efni). Þegar U. M. F.-fundir eru haldnir á góðveðursdög- um, er vel til fallið að fara i útileiki, í fundarhléi eða eftir fund. Er um marga lciki að velja og ])ýðir ekki

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.