Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 5
SKINFAXI 133 fjölskylda. Þá var sá landshluti undir þýzkri stjórn og, sem kunnugt er, allöflug viðleitni lögö á útrým- ing allra danskra áhrifa, í máli og siðum. Og þessi f jölskylda var orðin sérstaklega þýzklund- uð. í fjölda ára hafði þar aldrei verið talað danskt orð utan heimilis né innan. Og engin sambönd liöfð við ættlandið. Svo leggst bóndinn veikur, og þrátt í'yrir alla hjúkr- un þyngir honum dag frá degi. Loks er uppvænt þykir um líf lians og lieilsu, er prestur sóknarinnar sótt- ur til þjónustugerðar. Hann kvaðst ekki liafa vitað annað en að fólkið væri alþýzkt að uppruna og ætt- erni. En svo allt i einu, er klerkurinn biðst fyrir við rúm hins sjúka og kvíðahrollur dauðans leggst yfir Iieimilið, fer kona og börn, óvörum að biðja upphátt til forsjónarinnar fyrir heimilisföðurnum — á dönsku — gamla barnamálinu þeirra, sem þau námu á fyrstu bænarorðin i æsku og liöfðu síðan naumast notað, en óvirt um langan aldur. Þegar vonir þrýtur um uppfylliug lieitra óska, þeg- ar napur veruleikinn sópar á brottu liugkærum fyrir- ætlunuin og leggur skýjaborgir mannshugans í rústir, þá verða bænir eigi fluttar á öðru en barnamáli því, sem lært var í bernsku og tilfinningunum er tamast. I einni af sögum sínum liefir Alexaiuler Kjelland sagt frá ungri stúlku ofan úr fjallabyggðum Noregs, er kemur niður í höfuðstaðinn og ræðst i visl bjá auðugu heldra fólki. Þar eru gömlu sveitasiðirnir liennar og mállýzkan lítils metin. Þau þykja ófögur og ruddaleg. Hún lærir og tekur upp borgarbraginn og ríkismálið og segir sig úr siðurn við fjallbúana, þar sem liún fæddist og ólst upp. Svo tekur liún þunga sýki og er flutt á sjúkraliús. Meðal annarra, kemur þangað, til að vitja hennar, ungur læknir úr borginni, sem hún bafði kynnst. Af fyrri kynnum þeirra liöfðu þau fellt liugi sanian,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.