Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 8
136 SKINFAXI Þrjú færeysk kvæði. (Sjá Songbók Föroya fólks nr. 127, 132 og 147). Færeyingar gætu nefnzl kvæðaþjóð meö líkum rétti og ís- lendingar heita söguþjóð. Um svipað leyti eða skömmu eftir að íslendingar skráðu sögurit sín á skinn, ortu Færeyingar kvæði út af sömu sögunum. Iívæðin skráðu þeir ekki, enda var ekki ritað á færeyska tungu fyr en á s.I. öld. En þau hafa lifað í minni og á vörum þjóðarinnar fram á þenna tíma. Voru þau kveðin undir færeyska dansinum, en það hefir hjálpað til að geyma þau og gera þau alþjóðar eign. Um færeysku þjóðina má með sanni segja, að tungan og kvæðakunnáttan hafi verið „hennar ljós í lágu lireysi, langra kvelda jólaeldur“, og hefir margur ornað sér við lélegri glæð- ur. Þetta hefir gert þjóðina óvenju hneigða til kveðskapar og næma og geymna á rimað mál. Færeyingar hafa átt og eiga nú ótrúlega mikið af skáldum, miðað við þjóðarstærð. Flestir menntamenn og áberandi áhugamenn eyjanna leggja meiri eða minni stund á kveðskap. Til skamms tíma hefir færeysk ljóðagerð verið nokkuð fá- breytt og einhliða. Einkum ort söguljóð og kvæði i þjóðkvæða- slíl og bragarhættir fáskruðugir — kvæðin oftast miðuð við það, sjálfrátt eða óviliandi, að vera sungin á dansgólfi. Gagn- gerð breyting varð á þessu með J. H. O. Djurhuus (f. 1881), en segja má, að nýtt tímabil í færeyskri ljóðagerð hefjist með fyrsta kvæði hans, er á prent kom (í Tingakrossi 1901). Skinfaxi birtir hér sýnishorn af ljóðum þriggja færeyskra þjóðskálda, núlifandi, i islenzkri þýðingu. .1. II. O. Djurhuus lögfræðingur er fyrir ýmsra hluta sakir öndvegisskáld eyj- anna, ljóðrænn, frumlegur og víðfeðmur, svo að eftir hon- um mundi tekið með hverri þjóð, sem vau-i. Ljóðabók hans (Yrkingar) hefir komið út í tveimur útgáfum, og sýnir það geisilegar vinsældir með 25 þúsunda þjóð. — Bróðir hans, Hans A. Djurhuus gagnfræðaskólakennari, liefir orl Ijóð og skrifað skáldsögur, æfintýri og leikrit. Hann er mestur af- kastamaður færeyskra skálda, liefir gefið út margar bækur, en varla kemst hann jafnliátt og J. H. O. D. — Mikkjal á Ryggi kennari er ágætavel sjálfmenntaður maður og prýðilegt skáld. Hann hefir eigi gefið út Ijóðabók. Kvæði hans uin ísland, sem hér er þýtt, er fruinort með stuðlum og höfuðstöfum, en stafa- rim er annars lítl notað í færeyskum ljóðum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.