Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 6
134 SKINFAXI cn aldrei látið uppskátt um það fyr en nú, er tví- sýnl þykir um heilsu hennar. Þá verður henni svo mikið um, geðbrigðin svo snögg, og fögnuðurinn svo einlægur, að hún gleymir öllum siðum liorgarlífsins og teprnhætti og fer að tala við unnusta sinn á gamla, óhrotna sveitamálinu sínu, er henni þótti orðið löngu ljótt og grófgert. En þegar allt kom til alls, var það hennar lijartans mál, sem legið liafði i launkofum, en braut sér þá framrás, er slegið var á viðkvæm- ustu strengi mannssálarinnar. Þetta á sér eigi einungis stað, er ræðir um hinar göfgari livatir og kenndir, heldur og oftlega er skyn- semi og róleg athygli missir vald jTfir tilfinningum, en hinir næmu og viðkvæmu skapþættir ná ráðunum í sínar hendur, hvort heldur sem er í ástúð og hrifni eða liatri og hefnihvöt. Mér er enn í minni litið atvik síðan fyrir 10 ár- um, sem að þessu lýtur. íslendingur og erlendur kaup- sýslumaður átlu tal saman í járnbrautarvagni, um sjálfsforræði það, sem við höfðum þá nýfengið, en hinum erlenda manni þótti við naumast hafa átt skilið og þaðan af síður vera menn til að hagnýta. Skoðanir urðu allskiftar og islenzki málstaðurinn varinn eftir föngum og af nokkru kappi. En allt í einu og áður en nokkur vissi, var Islendingurinn farinn að tala sitt eigið mál, sem viðræðandinn vit- anlega skildi ckki. Ef til vill olli þar um nokkuð, að erlenda tungan var honum eigi jafn tiltæk sem hans eigin, en hitt mun og ekki síður hafa valdið, að í bili voru það meir tilfinningarnar, sem töluðu, cn köld, róleg rökvísi. Mikilsvirtur sænskur rithöfundur segir einhver- staðar frá því, að ungur landi hans dvaldi yl'ir í Englandi og felldi þar hug til enskrar stúlku, er hann kynntist. Og hann lælur Svíann m. a. segja þann- ig frá:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.