Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 4
132 SKINFAXI Það er þó alkunna, að ýmsir ráðandi menn fyrr á öldum mæltu með því, að Islendingar legðu nið- ur sitt eigið mál, en tækju upp annað, þótt þeir yrðu því ekki ráðandi. Jafnvel alkunnir islenzkir skóla- menn fóru með þvílíkar tillögur. En hvað veldur þá þvi, að móðurmálinu verður vart skift fyrir annað, nema með tjóni þess er það gerir? Lausn þeirrar ráðgátu er að finna i orðum hins djúpvitra þular og skálds Grundtvigs, er hann kveð- ur: „Móðurmálið er vort hjartans mál.“ Eða eins og það hefir verið þýtt: „Móðurmálið á lijartans hreim, sem hljómur er útlend lala“. Það eitt er mál tilfinninganna. Það eilt er fært að ná hreinum hljóm- um af dýpstu og viðkvæmustu strengjum mannssál- arinnar. Vísinda- og fræðimaðurinn, sem neyddur er lil að nota erlend mál i þarfir atliugana og rann- sókna sinna, finnur ef til vill lítinn eða engan mun þess, livert þeirra hann notar. Sama máli kann að gegna um kaupsýslumanninn og lians starf. Honum geta verið önnur mál jafn tiltæk, sem hans eigið. Það er hjartað — ef svo má að orði komast — sem mótmælir því, að skifti tungu okkar fyrir aðrar séu góð og gild. Og merkingin i orðum Grundtvigs er ekki sú, að danskan ein hafi þessa yfirburði, heldur liitt, að þannig geti og aðrar þjóðir mælt um sitt móð- urmál. Og ef til vill er fátt, er staðfestir þetta het- ur en orðið móðurmál. Orð móðurinnar eru það, sem mest fá orkað á tilfinningalif harnsins, á alla hina fínni þáttu skaphafnar og sálarlifs þess. „Mér kenndi móðir mitt að geyma hjartað trútt, þó heimur brigðist“, kveður Ben. Gröndal. Fyrir eigi allfáum árum hjó í Suður-Jótlandi dönsk

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.