Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 15
SKINFAXI 143 En áttliagatryggðin er þeim líka meðfædd. Þeir elska og virða allar þjóðminnjar, er geyma einkenni náttúru og sögu. „Stockliolm er en vacker stad,“ segja þeir, „en sá, sem ekki hefir séð Skansinn, hann hefir ekki séð Stokkliólm", er viðkvæði bæjarbúa. Það er vegna þess, hve margt er þar geymt, er lýsir náttúru landsins og greinir frá sögn átthaganna. Þeir vilja, að allir gestir sjái Dalina. Myndi það ekki vera sökum þess, að þar er náttúran stórbrotnust og mest af þeim gæðum, er skapað hefir það göfugasta i fari þjóð- arinnar? Hvaða gildi liefir þetta fyrir Svia? Þau öflugu tengsl, er binda þá við sveitina og heimkynnin, setja höfð- ingssvip og glæsihrag á þjóðina. Bóndinn finnur til metnaðar yfir ríki sínu. Sonurinn tekur liann í arf. Æskan er frjálsleg í bragði og finnur það, að hún er voldug og sterk. Ungi maðurinn og litla stúlkan eign Iieimahagana og átthagarnir eiga þau. Heimilið verður að ósigrandi vígi þeirra. Það skapast heimilis- liyggja og kringum liana hugsjón og lífsköllun. Islendingar þurfa að eignast skilning á fegurð og gildi átthaga sinna. Það er undirstaða að framtíðar- gæfu þeirra. Allir ættu þeir að gera þessi orð að sín- um: „Eg á það heima, sem aldrei gleymist, né um- breytzt fær.“ — En hvernig getnr það orðið? Hér er verkefni fyrir skáldin. Eiga þau hvergi í hjarta sínu þá órjúfandi tryggð við hernskustöðvarnar, sem hirt- ist í vísu Heidenstam’s ?: Jag lángtar hem sen átta lánga ár. 1 sjálva sömnen har jag lángtan kent. .Tag lángtar hem, jag lángtar var jag gár. — — — Jag lángtar marken, jag lángtar stenarna, der barn jag lekt. Hafa þau ekki þá glöggu sjón á tign íslenzkra sveita, sem fékk Rydherg til að skrifa þessi vísuorð?:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.