Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 14
142 SKINFAXI Skáldin sænsku liafa hlustað á raddir náttúrunn- ar, þýtt þær á mál kvæða og sagna, og sungið inn í liuga þjóðarinnar svo ógleymanlega, að Sviar geta ekki hugsað sér landið án þessara listaverka. Viktor Rydberg segir: De viska, ait stridens och smartens mystér íir fullkomningens villkor och sjalarnas riitt, att det drag utav vemod, som skapelsen bar ar av langtan att sk&da en iidlare att. Þetta geymir eigi aðeins stemningu, heldur lika vandamál. Hann dreymir um göfgari ætt, en veit, að þroskanum fylgir barátta og sársauki. í ljóðum Heidenstam‘s haí'a Svíar lært að þekkja fegurð og viðáttu þeirrar veraldar, sem þjóðin á öll sameiginlega. Heysáturnar, sem hann lýsti, fá annað form og yfirhragð, en þær höfðu áður. Aftanstjarn- an ljómar yfir landinu á júnikvöldunum, skærara en fyr. Það, sem gefur skáldunum mest gildi, er að þau lýsi náttúrunni, tilfinningunum, lífinu eins og það er, aðeins i skýrara ljósi, en það birtist livers- dagslega, — í nýju veldi. Skáldunum er það ekki örðugast, að sjá sjálf — heldur að fá aðra til að sjá eins og þau sjá, skilja miklar hugsanir og hreytilegt viðliorf. Þetta minnir á gamla landkönnuði, sem fengu að reyna það svo oft, að það er meira afrek, að fá heimalningana til þess að trúa því, sem þeir segja, en að finna hin ókunnu lönd. En sænsku skáldunum iiefir tekizt ]>að. Svíþjóð væri önnur i augum og vitund Svía, ef skáldin liefðu ekki gefið henni liti og ljóma. Þau hafa uppgötvað raddir, sem ldjómuðu i hverju holti. Þau iiafa fundið stjörnur, sem vörpuðu bjarma yfir heimkynni livers einasta Svía og spegluðu sig í vötnum og elfum þessa fagra lands. Þau hafa kennt Svíum að elska landið sitt, sveitina, heimilið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.