Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 28
156 SKINFAXI gáfu Skinfaxa og framkvæmdastjórn sambandsins hefir hann með höndum eins og áður. Helgi Valtýsson er ráðinn kennari við Reykjaskóla i Hrúta- firði. Sambandsstjórn hefir samið við hann um að sækja heim U.M.F. í héraðssamböndum Austur-Húnvetninga og Dalamanna og nlansambandsfélög í Vestur-Húnavatnssýslu og Stranda- sýslu. Bækur. íslenzk málfræði handa alþýðuskólum eftir Benedikt Björns- son. 2. útg. Rvík 1931. 1. útgáfa kvers þessa kom út 1922, en þessi 2. útgáfa er aukin og endurbætt, bæði að útliti og innihaldi. Bókin er mjög skýrt og skipulega samin, auðskilin og aðgengileg, bæði sem skólabók og til sjálfsnáms. Eigum við ekki aðra heppi- legri byrjendabók til náms í málfræði tungu vorrar, þeirri fræðigrein, sem hverjum ísleridingi er nauðsynlegast að kunna og skammarmest að kunna ekki. Kverið kostar kr. 2,25 i bandi. Þorsteinn M. Jónsson hefir gefið það út. Áður hefir hann gefið út Ritreglur og Stafsetningarorðabók eftir Freystein Gunnarsson, bráðnauðsynlegar bælcur hverjum manni. Minnisbók ferðamanna. Sigurður Skúlason meistari setti saman. Útg. Óskar Gunnarsson. Rvík 1931. íslendingar læra æ betur að meta fegurðarauð lands síns. Ferðalög aukast árlega, mönnum til ómetanlegs gagns og gam- ans. Var því mikil nauðsyii á, að út væri gefin bók eins og sú, sem að ofan getur. Þar er þjappað saman furðanlega miklu af þeim fróðleik, sem nauðsynlegast er að hafa hand- bæran á ferðalögum, um leiðir um landið, merka og fagra staði, útilegu, lijálp í viðlögum, Ijósmyndun o. s. frv. Allt er þetta vel og skipulega fram sett. íslandsuppdráttur og korl yfir bifreiðavegi fylgir. Bókin er í hæfilegu vasabroli og kosl- ar aðeins eina krónu. Leiður galli er það, að nöfnin á íslands- kortinu eru með dönskum frágangi. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.