Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.10.1931, Blaðsíða 7
SKINFAXI 135 „Eg kunni ensku allvel og vissi, að ást mín var endurgoldin. En mér reyndist gerómögulegt að lýsa hug mínum og tilfinningum á hennar máli. Orðin urðu nær sem gjallandi málmur og livellandi bjalla. Síðast har eg hónorð mitt fram á sænskunni minni, sem henni var alls ókunn, en mér er nær að lialda, að hún hafi skilið mig betur en þótt eg hefði reynt að tala hennar tungu.“ Ef til vill stendur okkur það aldrei jafn ljóst fyrir augum, hvilíkra átaka og manndóms það krefur Is- lendinga að vera sjálfstæð menningarþjóð, sem þá, er við komum í merkustu stórborgir erlendis, þar sem viðbúendur nokkurra megingatna eru álika fjölmenn- ir og öll íslenzka þjóðin. Þar sem örlæli náttúrunnar og mergð mannfólksins, leggur til sum þau höfuðskil- yrði, er fjölbreytilegri og frjórri menningu eru nauð- synleg. Og við finnum þá skýrar eu oftast áður, hver megin burðarás málið liefir verið í þeirri sjálfstæðu mannfélagsbyggingu, sem reist hefir verið á Islandi; og ef við glötum því, týnum við um leið hluta af sjálf- um okkur. Og þó að nú komi vitanlega engum til liugar i al- vöru, að við segjum okkur úr lögum við móðurmál- ið og hefjum annað til daglegrar notkunar, má það naumast teljast goðgá nú, þegar ýmsir gamlir þjóð- hættir eru að víkja sæti fyrir hagrænum nýjungum i störfum fólks og lífi, þótt hent sé endrum og eins á gildi sumra þeirra þátta, sem traustast og glæsilegasl liafa tengt saman menningu Islendinga að fornu og nýju. Hallgrímur Jónasson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.