Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1931, Síða 7

Skinfaxi - 01.10.1931, Síða 7
SKINFAXI 135 „Eg kunni ensku allvel og vissi, að ást mín var endurgoldin. En mér reyndist gerómögulegt að lýsa hug mínum og tilfinningum á hennar máli. Orðin urðu nær sem gjallandi málmur og livellandi bjalla. Síðast har eg hónorð mitt fram á sænskunni minni, sem henni var alls ókunn, en mér er nær að lialda, að hún hafi skilið mig betur en þótt eg hefði reynt að tala hennar tungu.“ Ef til vill stendur okkur það aldrei jafn ljóst fyrir augum, hvilíkra átaka og manndóms það krefur Is- lendinga að vera sjálfstæð menningarþjóð, sem þá, er við komum í merkustu stórborgir erlendis, þar sem viðbúendur nokkurra megingatna eru álika fjölmenn- ir og öll íslenzka þjóðin. Þar sem örlæli náttúrunnar og mergð mannfólksins, leggur til sum þau höfuðskil- yrði, er fjölbreytilegri og frjórri menningu eru nauð- synleg. Og við finnum þá skýrar eu oftast áður, hver megin burðarás málið liefir verið í þeirri sjálfstæðu mannfélagsbyggingu, sem reist hefir verið á Islandi; og ef við glötum því, týnum við um leið hluta af sjálf- um okkur. Og þó að nú komi vitanlega engum til liugar i al- vöru, að við segjum okkur úr lögum við móðurmál- ið og hefjum annað til daglegrar notkunar, má það naumast teljast goðgá nú, þegar ýmsir gamlir þjóð- hættir eru að víkja sæti fyrir hagrænum nýjungum i störfum fólks og lífi, þótt hent sé endrum og eins á gildi sumra þeirra þátta, sem traustast og glæsilegasl liafa tengt saman menningu Islendinga að fornu og nýju. Hallgrímur Jónasson.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.