Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1932, Page 4

Skinfaxi - 01.03.1932, Page 4
28 SKINFAXl fyrir mig og skólalifið i heild sinni. Yorum við um 100 saman í leikfimitímum, sem voru alltaf 1% tími á hverjum degi, að baðtíma meðreiknuðum. Fann eg nú, að með fleiru var liægt að gera gagn en að tæta ull. Sá, að íslenzk æska fór mikils á mis við það, að missa af slíkri þjálfun, aga og margvíslegum upp- eldisáhrifum, sem góð leikfimi hefir.“ Að loknu almennu námi að Askov, sótti Lárus þar námskeið fyrir unga lýðháskólakennara, sumarið 1905, en um liaustið fór hann í „Statens Lærerliöjskole“ og stundaði þar kennaranám i leikfimi og öðrum skyldum greinum, en stundaði sundnám að Helgo- landi sumarið eftir. Lauk hann prófi i hvorutveggja, með lofsamlegum vitnisburði. Haustið 1906 kom hann heim til Akureyrar og tók þá þegar við kennslu við gagnfræðaskólann þar. Kenndi hann leikfimi 6 stnnd- ir á vikn, 2 í liverjum bekk, og fékk eina krónu fyrir stundina, eða kr. 168.00 fyrir veturinn. Þó var þvi breytt eftir fá ár i 300.00 kr. föst laun. Hitt bætti upp lágu launin, ofnleysi i fimleikahúsinu og ýms önnur óþægindi, að nemendur fengu mjög sterkan áhuga á leikfiminni. Hafði Lárns mjög mikla auka- kennslu i slcólanum, og jafnan endurgjaldslaust. Einn- ig æfði hann flokka utan skólans. Og sund kenndi hann á Akureyri og víðar fjölmörg sumur. — Siðar kenndi liann og hóldeg fræði við gagnfræðaskólann. Vetnrinn áður en Lárus kom til Akureyrar, var U. M. F. A. stofnað fyrir forgöngu Þórhalls Bjarnar- sonar og Jóhannesar Jósefssonar. Ungmennafélagar tóku Lárusi með fögnuði, og hann gerðist hrátt einn af forystumönnum félagsins og ósérplægnustu starfs- mönnum. Þeir Jóliannes hrintu af stað íþróttavakn- ingu þeirri, er varð nyrðra 1906—’07, og álirif hafði um alll land. Eru ]>eir þó eigi skaplíkir og sinn full- trúi hvorrar stefnu i iþróttamálum. Jóliannes fylgdi stefnu þeirri, sem mjög er áberandi nú í íþróttafé-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.