Skinfaxi - 01.03.1932, Blaðsíða 5
SIÍINFAXI
29
lögum og kenna mætti við kappleiki og met. Lárus.
vildi fá æskumenn til að iðka iþróttir vegna íþrótt-
anna, þess uppeldis- og þorskagildis, sem þær liafa
fyrir einstaklinga og alþjóð. Eigi voru þó deilur um
stefnumun þeirra, til þess var báðum of mikið kapps-
mál að vinna gagn. „Við brunnum af áhuga á mál-
efnunum — hugsuðum miklu meira um þau en sjálfa
okkur persónulega eða fjárliagslega framtið okkar.
Aðalatriðið var að vekja og koma einhverju góðu
til leiðar í þjóðfélaginu,“ segir Lárus í bréfi.
Árshátíð U. M. F. A. í janúar 1907 er örlagaríkur
atburður í sögu íslenzkra íþrótla. Þar voru strengd
heit að fornum sið, og liygg eg, að Lárus liafi átt
frumkvæði að því. Tvö heit, er þar voru unnin,
hleyptu mörgum kappi í kinn, eigi aðeins á næstu
grösum, heldur um land allt. Heit Jóhannesar, að
halda velli í konungsglímunni á Þingvöllum sumarið
eftir, kveikti nýtt fjör í glímunni annarsstaðar og
gaf glímumönnum mark að keppa að. Og heit Lárus-
ar, að synda yfir Eyjafjörð, gaf útsýn til frækilegra
dáða, er óþekktar voru á landi liér, síðan Grettir synti
úr Drangey og Ilelga úr Hólminum, og landsmenn
voru bættir að trúa, að til væru, nema i blámóðu
f j arlægðarinnar.
Jóhannes féll á heiti sínu, — vegna ofurkapps
sjálfs sín, að kunnugir töldu. Vegna falls þess mun
hann 'liafa dæmt sjálfan sig til að vinna landi sínu
frægð i tutlugu ára útlegð. Lárus synti yfir Eyja-
fjörð, og sýndi með því, að enn er dugur í íslend-
ingum sem forðum. Siðan liafa þeir Ben. G. Waage
og Erlingur Pálsson unnið meiri afrek á sundi, en
þess ber jafnan að minnast, að Lárus ruddi braut-
iua i þvi el'ni og hinir nutn fordæmis lians og livatn-
ingar.
Vert er að taka eftir því, að þegar Lárus hóf suud
silt yfir Eyjafjörð, lagðist hann ekki i sundfötum,