Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1932, Page 9

Skinfaxi - 01.03.1932, Page 9
SKINFAXl 33 tjndi’ er að hlusta ú öldurúin, angar sœlt frú bjarkarviði. Þú fyllir dali friðaróm, fœsl þar hvíld lijú úarniði. » Vorsól kætir, eg þér ann, enn þá nýjan mig þú vekur. Allt, sem bezt eg í mér fann, upprís, lofar gjafarann, vorið signir sérhvern mann og sumarfögnuð veita tekur. Vorsól kætir, eg þér ann enn þá nýjan mig liún vekur. Jóhannes Davíðsson. N.-Hjarðardal. (Höf., sem er kunnur ungmennafélagi á Vestfjörðum, biður U. M. F. þiggja kvæði þetta og syngja á sumarmálasamkomum sínum.) Landnemar. (Erindi þetta var flutt á ungmennafélagsfundi í Aðaldal. Hér er það nokkuð aukið). Allir æskumenn bera útþrá i brjósti. Þeir eru fædd- ir með þeirri þrá, að vaxa, verða stórir. Mörg sporin eru að visu misstigin, hin horfa i áttina áfram — benda á veg brautryðjandans. Unga manninum vex fiskur um hrygg, og fyrr en varir er hann fulltiða rnaður. Hann lítur umhverfið öðrum augum eu áður. Bæjarlækurinn var lionum áður ófær, eða að minnsta kosti ægilegur farartálmi. Nú tefur hann ekki för ferða- mannsins, og liann er lítill i augum hans. Hjallinn, sem var svo hár, að við himin bar, ógnar lionum ekki leng- ur. Ein brekka er klifin af annari, og útsýn eykst við hvern áfanga. Þokan, sem áður ógnaði með sínu þög-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.