Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1932, Síða 10

Skinfaxi - 01.03.1932, Síða 10
34 SKINFAXI ula valdi, cr nú meinlaus. Hún getur ekki valdið villu eða vegleysu. Honum sýnist umhverfið annað nú en það var áður, vegna þess að liann er að vaxa, hefir nú annan sjóndeildarhring. Það er einmitt eitt aðaláhugamál unga mannsins, að vaxa, verða stór, helzt voldugur. Hann vill brjóta sér nýjar leiðir, til þess að „komast sem fyrst og komast sem lengst“, auka víðsýni, vinna sigur. íslendingar eru landnámsþjóð. Allir kannast við upp- haf hennar. Um það þarf því ekki' að fjölyrða. Mörg- um þótti fýsilegt að setjast Iiér að. Og þegar þrengjast fór, voru mönnum takmörk sett með það, live mikið víðlendi þeir máttu nema. Þeir urðu að helga land- nám sitt með eldi. Þeir urðu að sætta sig við það, er var innan þeirra lakmarka, er eldhelgunin náði. Þann- ig var reynt að takmarka það, að einn yrði öðrum ofjarl. Að vísu eru meir en 1000 ár síðan landnám hófst Iiér. Þó er landið enn lítt numið og biður þess, að farið sé um það eldi. Það er víst, að vítt er verlcsvið þess manns, sem vill og getur rutt sér braut, gerzt landnemi, farið eldi um óðal sitt. Hann liefir 1 mörg horn að líta. Landið bíður lílt numið. En fólkið flýtur sofandi að feigðarósi og vinn- ur verk sitl með liangandi liendi, og svíkst um þegar það gelur. Þessir menn skilja ekki köllun sína. Þeir svíkjast undan merki sínu, og svikja um lcið sjálfa sig, því með starfinu eflir hver og einn þroska sinn, and- legan og líkamlegan. Og um leið öðlast liann liina góðu gjöf, vinnugleðina, meðvitundina um það, að Iiafa skipað sæmilega sitt rúm, verið á verði á sinu sviði, og unnið sigur á einhverjum örðugleikum. Þeir mæla honum líka hvarvetna. En hann hræðist þá ekki og býður þeim byrginn. Hann gengur lilæj- andi til leiks, því að sigurvonirnar eru miklar. Þær

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.