Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1932, Page 11

Skinfaxi - 01.03.1932, Page 11
SKINFAXI 35 bregðast að vísu sumar liverjar. Þvílík atvik eru til að reyna manngildi lians, og þau auka honum þroska oft og tiðum. „Skaðinn gerir menn hyggna, en ekki rika.“ Einhver fyrsti gesturinn, sem liingað kom, var Hrafna-Flóki. Hann liugðist að nema hér land. Og það auðnaðist honum að vísu siðar. En för hans sú fyrri varð lionum til vonbrigða. Fénaður hans féll í harðindum. Og áður en liann fór af landi burt, geklc hann upp á fjall eitt, og sá þaðan fjörð einn fullan af hafís. Þess vegna kallaði liann landið ísland. Það var tilviljun, að landið blaut svo kalt nafn. Og sú tilviljun varð því valdandi síðar meir, að fráleitar tmgmyndir sköpuðust um landið og þjóðina meðal erlendra manna. „Landnáma“ segir svo frá heimkomu Hrafna-Flóka til Noregs, og þeirra félaga: „Og er menn spurðu af landinu, þá lét Flóki illa yfir, en Iierjólfur sagði kost og löst á landinu. En Þórólfur kvað drjúpa smjör af liverju strái á landinu, því cr þeir höfðu fundið. Því var hann kallaður Þórólfur smjör.“ Hver þeirra liafði sína sögu að segja. Við þvi er að vísu ekkert að' scgja. Þess er ekki að vænta, að allir séu sama sinnis og steyjjtir í sama mótinu. Væri það og engimi gróði einstaklingum eða heild. Það er svo oftasl, að sagan er að eins hálfsögð, er einn segir frá. Ilæpið liefði verið að trúa umsögn ein- hvers þeirra félaga einni. Svo var það mikið, sem á milli bar. Þó voru þetta allt samferðamenn. — En sannleikskorn voru í svörum þeirra allra. Þá skorti þekkingu á landinu. Þess vegna voru dóm- ar þeirra út i bláinn að miklu leyti. En rcynslan stað- festi þó síðar ýms atriði úr sögu þeirra. Flóki lastaði landið. Það var að vísu von, því að hann skorti þrek og slaðfeslu til þess að gerast liér landnemi. Hann varð fyrir vonbrigðum. Hitti að vísu gæði nóg, en kunni ekki að bagnýta þau. Og héðan

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.