Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1932, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.03.1932, Blaðsíða 12
36 SKINFAXI fór liann fátækari en hann kom — og þó ekki. Hann fór fátækari af peningum, en auðugri af lífsreynslu. Hann var foringi. Ef til vill hafa félagar lians séð veilur á ráði lians hér, þó ekki fengi þeir að gert. Séð, að betur mátti afla og varðveila. Landið er lalið hafa orðið albyggt á fáum áratugum. Svo var innflutningurinn ör. Þó vantar það enn land- nema, og bcfir vantað. Landnemi er liver sá, er fer nýjar leiðir, finnur fólg- in gæði, leiðir í ljós það, sem áður var hulið. Hann kýs sér verkefni við sitt hæfi, og þau eru margs konar. Bóndinn færir gras út í flög. Hann vinnur að því að tvö strá vaxi, þar sem áður óx eitt. Sjómaðurinn siglir á djúpið. Sjórinn freistar Iians með fyrirlieiti um góð- ar gjafir. Skáldið yrkir ljóð, kveður kjark í þjóðina og vermir bug hennar. Þannig mætti lengi telja. Kæra landið okkar er kostaland — og galla. Ivost- anna vilja allir njóta, en gjalda gallanna sem minnst. Þó befir þjóðin kennt af þeim kulda, og það stundum i stórum slíl. Ein afleiðing af þessu voru Ameríku- l'erðir íslendinga á siðustu öld. Það skorli ekki fyrir- beit um gull og græna skóga i nýja landinu. Á skömm- um tíma áttu landnemarnir að verða auðugir menn. Og siðan gætu þeir notið þar lífsins í næði. Þar var þó nninur að vera, eða búa bér við eld og ís. Þessar vonir I)rugðusl að vísu að ýmsu leyti. En þeir létu ekki bugast. Erindið var fyrst og fremst þetta: Að eignast betri hcimkynni. En æfintýraþráin var rik. Þeir vildu kanna ókunna stigu, nema nýtt land. Þarna missti þjóðin mikilla starfskrafta. Þessir þegn- ar flestir voru henni týndir. Þeir komu ekki aflur. En þrátt fyrir mikinn missi, varð þetta íslcndingum til góðs að ýmsu leyti, þeim er kyrrir sátu. Þcir, sem fóru, voru raunar íslendingar eftir sem áður. Þeir reyndust nýtir landnemar i nýju heimkynnunum, unnu sér traust

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.