Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1932, Page 15

Skinfaxi - 01.03.1932, Page 15
SKINFAXI 39 það er ekki að fjölyrða. Góðar gjafir eru vel þegnar, hvaðan sem þær koma. En þarna þarf að þekkja á „kost og löst“. Fylgifiskar menningarinnar er ómenn- ingin, andstæðan. Skugginn fvlgir lilutunum, enda þótt sólin ljómi um hann björt og hlý. íslenzka þjóðin er fátæk og fámenn. En þegnar henn- ar liafa verið gæfumenn. Þeir liafa numið liér land. Á hitt liefir líka verið bent, að þcir liafa lielgað sér óðul i öðrum áttum. Það sýnir og sannar, að einstakling- urinn er ekki tapaður þjóðinni sinni, þótt hann flytji til framandi landa, ef liann ber henni vel söguna, og cr henni trúr í verkum. Þjóðin er ung. Þess veg'na er vor gróandi í lifi henn- ar. Hún er enn á þroskaskeiði. Hún á til krafta, þol og þrautseigju. Það hefir liún fyrir löngu sannað og sýnt. Þjóð, scm staðizt hefir slíkar eldraunir, sem yl’ir hafa dunið á undanförnum öldum, getur að vísu treyst nokkuð á mátt sinn og megin, ef hún skilur hlutverk sitt, köllun sina. Þar veltur allt á einslaklingum liennar, livort fram horfir og rétt, eða ekki. Hvort helstefnan ríkir eða lifs- stefnan, eins og hinn ágæti gáfumaður dr. Helgi Pjcturss kemst að orði. Hver og einn verður að vera kröfuharður við sjálf- an sig. Hann fer að vísu ekki langa áfanga i einu. En hann sækir á brattann. Og liann beitir í strauminn. Hann hefir fyrir löngu yfirstigið fyrsla farartálmann, sem varð á vegi hans: bæjarlækinn við liúsvegginn. Hann liefir klifið brekkurnar, eina af annari, og út- sýn hefir honum aukizt við hvern áfanga. Þar er liann laus við hversdagsrykið og þokan villir honum ekki lengur sýn. Byggðin hlasir við augum hans, hreið og fögur. Hún ber þcgjandi vott um vegfarendurna, land- nemana, mennina, sem lifa þar og hafa lifað. Þórgnýr Guðmundsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.