Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1932, Side 24

Skinfaxi - 01.03.1932, Side 24
48 SKINFAXI ára gamall, og stíllinn er prentaður hér, eins og drengurinn skilaði mér honum, að öðru leyti en því, að nokkrar stafa- viilur eru leiðréttar: Skemmlilegur rigningardagur. Annan ágúst síðastliðið sumar kl. 8 vaknaði eg af væruni blundi; um leið og eg vissi af mér, reis eg upp til að gá til veðurs. Eg var á barnaheimili austur í Ölfusi um tveggja mánaða tíma og hefi lítið verið að heiman fyr. Mér hafði borizt sú gleðifregn kvöldið áður, að foreldrar mínir ætluðu að heimsækja mig, ef veður leyfði, og taka mig með sér fram í Flóa til systur minnar. Þegar eg leit út um gluggann, gaf veðrið mér ekki góðar vonir. Það var þungbúið og leit út fyrir regn, en samt sem áður fannst mér i huga mínum, að jiessi dagur yrði gleðidagur. Mér fannst morguninn ótrúlega lengi að liða, sem cg eyddi við að ganga út og inn. Loksins. var klukkan orðin hálf ellefu; þá var eg l'arinn að skrifa, mér til afþreyingar, uppi á loftinu. Þá kallaði forstöðukonan til mín og sagði mér, að pabbi væri kominn. Mér fannst eg líða í loftinu niður stigann. Pabbi heilsaði mér með kossi; að því búnu spurði eg, hvar mamma væri, en hann sagði mér, að hún biði úti i bílnum. Eg var klæddur i ferðafötin, kaslaði kveðju á fólkið og hljóp svo af stað út í bílinn. Börn- in hin, 36 að tölu, horfðu á eftir mér og hefði vist hvert um sig viljað vera i minum sporum. Mamma rétti báðar liendur á móti mér, og þegar eg var svo kominn af stað i góðum bíl, ásamt foreldrum mínum, fannst mér engis vant. Og þótt úði væri og daggarperla á hverju strái, var um- hverfið aðeins unaðslegra fyrir. Bíllinn þaut áfram, eins og venjulega, þegar vel gengur, og slanzaði hann ekki fyr en hjá Ölfusárbrú. Þar fórum við úr bílnum og eftir að hafa fengið góða leiðbeiningu, gengum við heim að Smjördölum, því að jmngað var ferðinni heilið. Eftir nokkra leit að hliði, er við komum heim að túninu, fórum við yfir girðinguna og stefndum beint á bæjardyrnar. Við höfðum aldrci komið jiar áður. Þegar við vorum að komast heim á hlað, kemur systir mín út, sem þá hafði verið send út einhverra erinda fyrir heimilið. Ilún varð svo liissa, að hún stóð eins og steinn augnablik, þar sem hún var komin, og trúði ekki sínurn eig- in augum. Hún vissi ekki, að okkar var von. Svo fóru fram kveðjur og þar næst var okkur boðið í bæinn og fagnað vel, dregin vosklæðin af þeim, sem þurfti. Vaðstígvélin mín og

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.