Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 10
SKINFAXl (52 ið, rannsakaði þau síðan eða sendi lil Þýzkalands til athugunar. Jafnframt bjó liann sig undir að setja á stofn leirbrennslu liér heima. Undirbúningurinn og nanðsynlcg' áliöld koslaði mikið fé, en Guðmundur átti það elcki til, og var seinlegt að al’la þess. Hann leitaði til Alþingis um fjárstyrk, en fékk þar enga áheyrn um sinn.. En eflir að tilraununum var lokið og árangur séður, veitti þingið 5000 kr. styrk upp 1 kostnaðinn. Merkisárið 1930 var þó svo komið, að rannsóknum var lokið og brennsluofn fenginn og önn- ur nauðsynlegustu áliöld. Þá hafði og G. fengið ráð á Listvinaliúsinu við Skólavörðutorg, og útbúið þar rúm- góða vinnustofu og litla ibúð. Islenzki ieirinn reynd- ist engn miður en vonir stóðu til, og vöktu gripir þeir, er G. gerði úr honum, þegar mjög mikla atliygli í höfuðstaðnum. Menn flykktust á sýningar þær, er liann liafði á mununum, og fylltust undrunar. Þeim liafði aldrei dottið það í hug, að leirinn, sem iiér er alstaðar nóg af, gæti breytzt í fegurstu skrautker, könnur, skrín og myndir. Er það skemmst af að segja, að G. liefir nú búið til mörg liundruð leirmuna, hvern öðrum frábrugðinn og hvern öðrum glæsilegri, og er sú starfsemi hans þegar þjóðkunn. Tilraunir Guðmundar og störf liafa leitt það í ljós, að íslenzki leirinn er fyrirtaks efni og til margra liluta nytsamlegur. Hingað til hefir G. að eins fengizt við listiðnað í leir og framieitt liandunna gripi. En ætlun lians er að vinna að því, að hér risi verksmiðjur, sem vinrii annan nytjavarning úr leir: tígulstein til liúsa- gerðar, þakliellur, fiísar, borðbúnað og postulínsvarn- ing. Nú i sumar tekst liann ferð á hendur til Þýzka- lands, i því skyni, að rannsaka íslenzkt postulin og leir tii búsagerðar og vinna að undirbúningi frekari framkvæmda. — Jafnframt ætlar liann að liafa sýn- ;íngu á listaverkum sínum, í Múnchen. Áður hefir hann

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.