Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 28
80
SKLNFAXl
liún hefði ekki þekkingu og manndáð til að setja sig
í andstöðu við það. Þetta lieljarafl var á f e n g i og'
t ó b a k. ■— Þ'egar eg þroskaðist betur, fór hið sáða
írækorn að vaxa, og lífið sjálft sýndi mér þann sann-
leika, að hér væri mörgum efnilegum æskumönnum
slæmur farartálmi.
Á f e n g i ð liefir verið, um allar aldir, eitt liið mesta
höl, sem á þjóðfélög liefir sótt. Allar menningarþjóðir
kosta kapps um, að gera það útlægt, en sóknin sækist
víðast seint og misjafnt. Þjóðirnar hafa skiptar skoð-
anir um aðferðina, og mistök og ósamlyndi eru þar
Þrándur i Götu, eins og víðar, þó að um sé að ræða
þörf og góð málefni, sem öllum, háum sem lágum,
mega að gagni verða. En hvað veldur hjá oss íslend-
ingum, afskekktri þjóð langt norður i höfum? Yér er-
um viðurkenndir af stórþjóðum, fyrir þróttmikla og
frumlega norræna menningu. En oss hefir aldrei tek-
izt að sigla þessu máli i örugga höfn, þótt góð skilyrði
virðist fyrir, að svo mætti verða. — Áfengið er á öll-
um tímum hættulegt, alltaf þjóðarmeinsemd, en á þess-
um timiun verður það svo alvarlegt, að allir þegnar
þjóðfélagsins liljóta að vakna til umhugsunar. Það hrýt-
ur ekki aðeins andlegt sjálfstæði margra nýtra drengja
á hak aftur, heldur og liið efnalega. Það leggur allt í
rústir, á þeim tíma, þegar þjóðin bersl i hökkum með
að sjá sér farborða. Þvi er það, að allir góðir drengir
verða að taka höndum saman og aðskilja ísland og
áfengið. Taka fullkomnum tökum á eiturnöðrum þjóð-
félagsins, livort sem þær eru i innstu dölum eða á yztu
audnesjum — þeim, sem eru svo andlega sljóir, að
geta með góðri samvizku haft það fyrir atvinnu, að
bvrla náunganum þessa ólyfjan, lionum og lieimili
hans til eymdar og eyðileggingar. Hugir margra snú-
ast nú um það, liversu fara muni um núverandi áfengis-
löggjöf. En það er min bezta ósk, að stefna þeirra
manna sigri, sem telja íslenzku þjóðina vanta annað