Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 24
76 SKINFAXI fyrst og fremst fyrir brjósti? Æskumaðurinn segir: „Eg vil verða mikill og góður maður — sannur ís- lendingur." í þessu svari felast svo flest eða öll áhuga- mál, sem íslenzkur æskumaður lifir fyrir. Tímamótin, sem urðu 1906, i sögu „unga“ Islands, urpu skýrum árroða á hugsanalíf og stefnu æskunnar íslenzku og leiddu fyrir sjónir hennar dýrðlegan liim- in, fullan af möguleikum og birtu — liimin, sem liul- inn var um aldaraðir svartnætti ófrelsisins. Hlekkir vanans og deyfðarinnar hrökkva í sundur fyrir samstilltum átökum æskunnar, og á arni viljans gneistar og sindrar um áliugamálin, sem fæðast með vaxandi sól og vori. Og áhugamálin eru mörg og stór — svo stór, að „Grettistök“ virðist þurfa, til að lyfta þeim úr djúpi Imgans, í veruleikans hlæ. Alstaðar voru verkefni fyrir ótrauðar hendur a& vinna að, bæði andlega og verklega. Og æslcan lióf baráttuna. Áhugamálin mörgu og stóru, sem sköpuð- ust í liuga æskunnar, voru kyndlarnir, sem lýstu leið- ina og réðu stefnunni. Eg gat um það fvr, hvert væri eða liefði verið stærsta áhugamálið, sem öndvegi skipaði i liuga íslenzkrar æslcu, það, að geta talizt góður íslendingur. Starf og stefna ungmennafélaganna islenzku hefir frá uijpliafi beinzt að þvi, að gera þetta áhugamál allra góðra Islendinga að veruleika. Það, að teljast góður íslendingur, skapar aftur fjöl- mörg áhugamál, sem ylja og gefa þrótt; áhugamál, sem eru hjallar, einn af öðrum, upp að hátindi hins mikilvægasta. Fyrstu geislarnir, sem leiftra um hugi æskunnar is- lenzku, eru án efa teknir úr forn-hókmenntum okkar, fyrirmyndir drengskapar og dáða. Hetjurnar, sem geysa fram á leiksviðið i fornsögum okkar, örfa hug-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.