Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 42
94 SKINFAXI lands, þótt þeir kenibi silfurliærur. En ennþá er Frey- móður á bezta aldri, og á því eflaust eftir að mála margt fallegt. Jón Sigurðsscn. Héðan og handan. „íslenzka vikan“ og íslenzk tunga. „íslenzka vikan“ 3.—10. apríl var fyrirtæki, sem öllum sæmi- legum íslendingum kemur saman um að lofa. Hún er stór- felldasta tiiraun, sem ger hefir verið lil þess, að knýja íslend- inga til þeirrar sjálfsögðu og nauðsynlegu þjóðrækni, að nota íslenzkar vörur, ef fáanlegar eru, fremur en eriendar, og láta islenzkar hendur sitja fyrir þeim verkum, sem vinna þarf fyr- ir landslýðinn. Heita mátti, að aiþjóð manna tæki höndum saman um að láta starfsemi þessa koma að sem mestu gagni. Heitir andstæðingar lögðust þar jafnvel á eina sveif. Því er ástæða til að vænta þess, að merki sjáist starfsemi þessarar, í viðskiptum og atvinnu íslendinga. Einn blettur var á starfsemi þeirri, sem tengd er við „ís- lenzku vikuna“, sá er Skinfaxi getur eigi látið óátalinn. Fram- kvæmdanefnd „íslenzku vikunnar“ lét gefa út bók eina, er ber nafnið: „íslenzka vikan 3.—10. april. Vöruskrá 1932.“ Er fljót- sagt, að sjaldan hefir bók hneykslað mig jafnmikið og þessi, svo hroðalega er móðurmáli voru misþyrmt i henni og á það klínt slettum og skarni. Þetta er enn afleitara vegna þess, að bæklingurinn er gefinn út undir þjóðernislegu yfirskyni, og til þess ætlaður, að styðja viðleitni þjóðarinnar í þá átt, að vera sjálfstæð og sjálfbjarga. En réttur vor til sjálfstæðis livíl- ir, sem kunnugt er, á engri stoð jafnmikið og tungu vorri og þeim menntum, sem við hana eru tengdar. Það er vonandi, að þeir, er búa undir næstu „íslenzka viku“, sjái sóma sinn í því, að fela einhverjum sendibréfsfærum manni útgáfu vöruskrárinnar og prófarkalestur — manni, sem kann t. d. að fallbeygja, hefir vit á, að skrifa mysuostur, en ekki Mysu-Ostur, og á mannslund til að 1 a g a rasbögumál kaupahéðna, sem bjóðast til að „laga pylsutegundir flestra Evrópuþjóða", eða vilja selja mönnum íslenzkar vörur, sem heita Pastetur, Rúllader og Italienskt Salat!!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.