Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 21
SKINFAXI
73
sérstæður einstaklingur, sem stendur eða fellur með
þjálfun sinni, andlegri og likamlegri.
Ekkert er ákveðið fyrirfram. Alltaf kemur eitthvað
nýtt fyrir, nýtt viðhorf, eitthvað óvænt, sem ráða verð-
ur fram úr með eldsnarri hugsun.
Glímumenn þekkja „glímuskjálfta“, sem gagntekur
líkamann, áður en gengið er fram á völlinn. Getta
minnir á víghroll, er gengið var lil víga. Glimuskiálft-
inn er vottur þess, hversu áhrifamagn glíinunnar er
undrasterkt. Hver taug er spcnnt, blóðið svellur af ó-
róa og óþoli, það er eins og ósvöluð útþrá æskumanns-
ins. Þegar gcngið er fram á glímuvöll, er það liugsun-
in um það, að eigi verður snúið aftur, sem mótar fram-
gönguna. Hún verður því venjulega örugg og ákveðin.
Þetta skapar festu og örvggi lijá glímumanninum.
Handtakið minnir svo á drenglyndið, sem sönn ísk
glíma byggist á. Drenglyndið er fyrsta og sjálfsagðasta
boðorðið, að glíma sjálfs sín vegna og vegna fagurs
sigurs, en eigi til þess að neyta aðstöðu sinnar, sem oft
getur gefið tilefni til ódrengilegrar viðureignar og niðs.
í þessu er fólginn sterkasti þátturinn til göfugra
uppeldisáhrifa og skaptamningar — að eiga kost á því
að sigra á tvennan liátt, fúlmannlegan eða drengilegan,
og velja þann fegurri, þótt hann sc tvísýnni og kosti
meiri áreynslu. 1 því felst þessi tigna liugsun: að vera
drengur. Meiri heilindi eru einnig fólgin i þessu, en
margur kemur auga á, því að einmitt í leik kemur
maðurinn til dyranna, eins og hann er klæddur. Og
það veilir undramikla fullnægju, að hafa sigrað eða
varizt eða fallið á göfugan bátt. Það getur liaft þau
heilnæmu ábrif, að slíkt fylgi mönnum út í lífið.
Ekki er óliklegt, að svo skjót liugsun, sem að verj-
ast bragði, geri menn skjótráðari og úrræðabetri gagn-
vart ýmsum viðfangsefnum. Hin sívakandi sjálfsmeð-
vitund má aldrei svikja.
Þegar komið er niður úr bragði, sem misheppnazt