Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 36
88 SKINFAXI stofnun þess og einn af stofnendunum var Snorri Sig- fússon, núverandi skólastjóri á Akureyri og var liann formaður þess tvö fyrstu árin, eða þar til hann flutti hurtu úr Svarfaðardal. Hafði þá félagið keypt hús í Dalvík, byggt við það leiksvið og byrjað á gróðurreit suður á svonefndum Holtsmóum. í þessu húsi starf- aði félagið um 20 ára skeið, hélt þar fundi sina, sýndi fjölda sjónleika, æfði íþróttir o. fl., auk þess sem það um mörg ár leigði sveitinni húsið til skólalialds fyrir börn. Nú fullnægði þetta liús ekki lengur þörfum fé- lagsins, og rcisti það þá nýtt hús á Dalvík 1930, stórt og myndarlegt, svo að fullyrt er, að það muni vera eitt liið allra myndarlegasta samkomuliús utan kaupstaða. Það hús kostaði um 21 þúsund krónur. Snemma hyrj- aði félagið að beita sér fyrir sundkennslu í sveitinni, en á siðustu árum hefir það komið upp hinum mikla sundskála, neðan til um miðbik sveitarinnar. 1 skála þenna er leidd 22 stiga volg laug um 450 m. langan veg og hefir þar verið mikið um sundnám siðan, enda námskeið haldin öðru hvoru, bæði velur og sumar. Er svo talið, að varla sé nokkurt ungmenni í sveitinni ósynt, og leita þangað til náms unglingar úr öðrum sveitum, m. a. 5.-bekltingar Menntaskólans á Akureyri, bæði i fyrravetur og nú í vetur. Byggingarkostnaður skálans og leiðslur nam rúmum 20 þús. lcrónum, og hafa bæði ungmennafélögin í sveitinni, U. M. F. Svarf- dæla og U. M. F. Þorsteinn Svörfuður, sem er einskon- ar afsprengur iiins eldra félags, stofnað 1922 fyrir fremri hluta sveitarinnar, lagt þar fram mikið starf og um 8 þús. kr. í peningum og vinnu, en liitt ríkis- sjóður, sveitarsjóður og fleiri. Þá hefir félagið eflt gróðurreitinn mjög og er liann nú orðinn hin mesta sveitarprýði, en í reitinn hefir félagið lagt um 2400 krónur, auk geysimikillar vinnu félagsmanna. Bókasafn sveitarinnar hefir félagið látið sér mjög

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.