Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 27
SKINFAXI 79 honum slíkt, sem aðeins ber merki vormannsins — íslendingsins. Æskumenn og konur íslands! Reynið að vernda vor- gróður i sálum ykkar fram á æfikveld. Fagrar hug- sjónir knýja til dáða og drengskapar — þær knýja fram afl viljans, er segir: „Þú skalt!“. Hin fjörglaða æska, sem nú byggir dali og strendur sögu-eyjarinnar, horfir fram og væntir stórra sigra yf- ir á framtíðarlandinu, og hún leggur hugsjónir sínar sem brenni á arin viljans — viljans, er framkvæmir allt. Helgi Vigfússon. II. Það er eilt af lögmálum lífsins, að með nýrri kyn- slóð koma ný áhugamál. Lilið er því beint áframhald að hækkandi marki, kynslóð af kynslóð; annars mundi allt standa i stað. Flestir æskumenn sjá því framundan bjarma undir sjóndeildarhring lifsins — bjarma, sem þá langar lil að nálgast og eiga tilveru i, þar sem þeir geta rétl hönd sina og hugsun fram til dáðríkra starfa. Þá myndast hugsjónir, sem vaxa eins og blóm á vor- degi. En mesti vandinn er fyrir æskumanninn, að ráða fram ur, hvaða blóm sé líklcgast til að bera beztan ávöxt, og að mynda sér fasta skoðun á, að hlúa ein- göngu að þeim, sem eru gagnleg. Vandinn er því mest- ur að hafna og velja og að gera það svo rétt sé. Svo fer um mig, þegar skrifa á um eitthvert ákveðið áhugamál. Þegar eg var á aklrinum 9—14 ára, var því sáð í hugsun mina i ungmennafélaginu, að lífið liefði að bjóða spillingu, sem væri stundum noluð til að leita gleði í, en væri oft og líðum dýrkeypt og væri miklu fyrir liana fórnað, og að þetta spillingarafl væri svo sterkt, að það drægi stundum æskuna undir merki sitt og bvggi hana sverði til að reka sjálfa sig í gegn, ef

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.