Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 26
78 SKINFAXI Á ölliim öldum liefir æskan íslenzka átt þrá — þrá til að vaxa. Þótt margra alda áþján byrgði oft skin þessa geisla, lókst aldrei að fullu að slökkva eldinn, er bjó i æskunni sjálfri, og varð aflgjafi i lierferðinni gegn deyfð og drunga 1906. Takmarkið að efla, ekki einungis sjálfa sig, lieldur alla þjóðina, skipaði æskunni lil varnar gegn livers konar ofnautn, er lamaði og spillti. Þannig fyrirlitur frjáls æska nautn áfengra drykkja og vindlinga, og beitir viti og vilja gegn þessum skaðlegu gestum livers þjóðfélags. Hugðarefni allrar íslenzkrar æsku er efling og við- liald heimilisiðriaðarins íslenzka, sem um langan tíma liefir borið þjóðina yfir kviksindi og erfiðleika, og enn veitir lialdbezt skjól gegn nislandi tönn vetrarins. ís- lenzk æska veit og, að sveitaheimilin íslenzku bafa veilt skjól á fleiri sviðum en með góðum fötum. Þau Iiafa varið scrkenni þjóðarinnar um þúsund ára bil, þau sérkenni, sem allir sannir Islendingar vilja við- halda. Þess vegna sér æskan „unga“ Island vafið dýrð- legum gróðri, og hún vill og vonar, að framtíðin beri mörg vigi íslenzkrar sveitamenningar á örmum sér. Ástir og ástalíf einstaklingsins er það meginafl, sem vonir og vonbrigði snúast mest um. Þegar æskan er á morgni lífsins, á hún svo mikið af innilegum kær- leika, ekki aðeins til meðbræðranna, lieldur líka til smælingjanna, cr verða á vegi hennar. Oft kulnar þessi ást, i kuldagjósti mannlífsins, en það er einn þráður í ástalifi æskunnar, sem aldrei slitnar, og það er ætt- jarðarástin. Sagan hans Gunnars á Hlíðarenda er þar haldgóður vermir, sem ætíð mun minna á það, sem sigill er. Ilugsjón allra lmgsjóna hverrar æsku á að vera, og er, að vcrðskulda heitið sannur íslendingur. Og félagsskapur æskunnar, ungmennafélögin, er alt- -nrið, þar sem hún leggur drcngskap sinn við, að vinna

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.