Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 18
70
SKINFAXI
Bernskudagarnir eru frekar dund og athuganir,
rangl og ráp, eftirhermur af störfum og athöfnum
fullorðinna. Á þeim árum er leikurinn ekki léttir frá
störfum og erfiði, áhyggjum eða þunga dagsins.
Leikurinn er þá lífið sjálft. Annars grátur og sárs-
auki.
Þegar einhverjar kvaðir leggjast barni eða unglingi
á herðar, breytist viðhorfið á svipstundu. Ef skóli,
heimili eða aðrir gjöra þær kröfur, að barn inni eitt-
hvert það starf af höndum, sem eigi er hægt að snúa í
leik, veldur starfið þreytu. En sú þreyta liverfur aftur,
eins og ský fyrir sólu, með töfralælcningu lciksins.
Með árunum og ])roska barnanna lilaðast mörg og
sundurleit störf á einstaklingana. Á frjálsum stundum
verður leikurinn þá nautn lífsins. En útrás fjörsins
getur líka brotizt fram í ýmsum athöfnum, er miður
fara. Ilætta stendur þá fyrir dyrum.
Þeir, sem eldri eru, bera því þær skyldur, að vera á
verði í þessum efnum, vera hjálpendur, leiðtogar,
skapa heilbrigt umhverfi, benda á hollar leiðir.
II.
Einn er sá maður frá unglingsárum mínum, er eg,
á iþróttasviðinu, leit sérstaklega upp til.
Þessi maður hét Guðni Albert Guðnason í Súganda-
firði. Hann er nú fallinn í valinn. Andaðist hann snögg-
lega, eftir uppskurð, á ísafirði, fyrir tveimur árum,
að eins 35 ára gamall. — Var mikill og sár sjónarsvift-
ir að þessum ágæta mánni.
Eg minnist lians hér, vcgna þess, að eg þekki hann
sem augljósast dæmi þess, að heilhrigð og farsæl
íþróttastarfsemi mótar skapgerð unglingsins til heilla
og giftu. Guðni Albert var fjölhæfur íþróttamaður, en
liann var fyrst og fremst glímumaður.
Maðurinn var allra manna vænstur á vöxt og lik-
amsskapnað allan og karlmannlega fríður. Hitt bar